20.08.1913
Neðri deild: 39. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í C-deild Alþingistíðinda. (1055)

108. mál, strandferðir

Matthías Ólafsson:

Nefndin segir á. 4. bls., að það virðist sem bátunum. hafi ekki verið reiknað neitt farmgjald af þeim vörum, sem þeir hafa tekið við úr millilandaskipunum og flutt í kring. um landið. Þetta er með öllu. rangt. Bátunum mun hafa verið reiknað um 30% af öllu flutningsgjaldinu; en það mun hafa verið of lítið.

Út af bréfi Hendriksens og skýrslu Tuliniusar verð eg að segia, að mér er óskiljanlegt, hvernig nefndin fer að samrýma að Tulinius segir ágóðann af bát unum 30 þús. kr., en hinn tap af þeim 43 þús. kr. Hvernig er hægt að halda fram, að tekjur hafi verið af bátunum undanfarin ár, nema að segja að Hendriksen fari blátt áfram með ósatt mál. En þetta kemur málinu í heild sinni alls ert við. Ef við þurfum að hafa samgöngur, eigum við að kosta þær sjálfir, hvort sem við höfum hag eða skaða af þeim. Við eigum ekki að vera að bregða útlendum félögum um, að þau komi með falska reikninga. Landið þarfnast að við tökum ferðirnar að okkur og þá eigum við að gera það, hvort sem um tap á þeim er að ræða eða ekki. Eg geng að því vísu, að það verði tap á þeim, en það tap á enginn að bera nema við sjálfir.