28.08.1913
Neðri deild: 45. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1836 í C-deild Alþingistíðinda. (1191)

108. mál, strandferðir

Bjarni Jónsson:

Eg ætla mér ekki að fara að ræða neitt þetta mál nú. Eg er samþykkur frv. að efninu til og get eg því ekki fallist á sumar breyt.till. háttv. 1. þm. Skagf. (Ó. Br.). En það er rétt, sem þm. sagði, að 2. gr. frv. getur ekki orðið eins og hún er nú, ef tillögur samgöngumálanefndarinnar verða samþyktar. Vildi eg því víkja því að hæstv. forseta, hvort eigi megi taka málið út af dagskrá og fresta því til morguns, svo nefndinni gefist kostur á að lagfæra þetta lítilræði.