09.07.1913
Neðri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 160 í C-deild Alþingistíðinda. (135)

21. mál, íslenskur sérfáni

Lárus H. Bjarnason:

Nú hafa allir flokkar talað um þetta mál, nema bændaflokkurinn. Síðasti ræðumaður talaði af hálfu stjórnarflokksins, enda kom mér ræða hans ekki á óvart eftir að hafa heyrt ræðu hv. ráðherra. Gat hér um bil gert mér íhugarlund, hvernig syngja mundi í bjöllunni þeirri.

Hv. þingmaður er auðsjáanlega á móti því að Íslendingar eigniat fána, en brestur líklega þrek til að láta það hreint uppi. Sé tilgáta mín rétt, væri miklu karlmannlegra af honum að koma hreint til dyranna og draga sem fyrst um á frumvarpinu, svo sem með rökstuddri dagakrá. En líklega hefir gleymst að samþykkja þetta á flokksfundi stjórnarmanna í gær, eða ef til vill þykir ekki kominn tími til að kasta gærunni. Annars er háttv. þm. Ak. (M. gr.) ekki í sérlega góðu samræmi við kjósendur vina í þessu máli. Því til sönnunar vil eg leyfa mér að lesa upp fáein orð úr þingmálafundarsamþykt á Akureyri. Þau hljóða svo:

»Fundurinn skorar á Alþingi, að löggilda þjóðernisfána fyrir Ísland«

Tillaga hv. þm. um að fá listamenn til að gera uppástungur um gerð fánann, er ekki annað en tilraun til að draga málið á langinn um óákveðinn tíma.