04.09.1913
Neðri deild: 51. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2169 í C-deild Alþingistíðinda. (1418)

90. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Bjarni Jónsson:

Eg hefi verið að skoða uppdráttinn að þessu mannvirki. Þegar eg leit á hann, var ég í byrjun hikandi og efinn um, hve miklu. værikostandi til þessa. Það litur svo út, sem talsvert mikið þurfi til að leggja til þess að gera höfnina nógu djúpa fyrir hafskip sem þau, er nú eru í förum milli Íslands og annara landa.

En við nánari athugun komst eg að þeirri niðurstöðu, að sjálfsagt væri að samþykkja frumvarpið, þótt slík skip gætu ekki hafnað sig þar að staðaldri.

Ástæður, þær sem móti frumvarpinu hafa verið færðar, hafa ekki verið rökstuddar með öðru en því, að sýslunefndin hefði ekki rökstutt áætlun sína. En af tveimur órökstuddum setningum; þá vil eg heldur trúa urðum þeirra manna, sem þekkja til málanna, en hinna, sem ekki þekkja til. Og það er sýslunefndin í Vestmannaeyjum, sem veit, hve mikið er hægt að leggja á Eyjamenn til þess að fyrirtækið blessist. Mishepnist það, þá eiga þeir mest í húfi sjálfir.

Það er mála sannast, að útvegur Eyjamanna er í inni mestu hættu, með an þeir þurfa að leggja bátum sínum fyrir opnu hafi, þannig að atormur geti á hvaða átt sem hann er, skelt þeim upp í klettana. Mest allar eignir þeirra liggja í bátunum og þeir vilja leggja á sig mikið gjald til þess að geta varðveitt þá. Eg sé því ekki þessa hættu, sem háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.) sá, að þeir gætu ekki staðið straum af fyrirtækinu, þar sem hann líka kannaðist við, að þeir mundu klífa þrítugan hamarinn til þess að halda þessu við.

Þá þótti háttv. þm. varhugavert, að leggja fé til þessa fyrirtækis. þar sem það væri eingöngu ætlað til skjóls vélarbátum, en þann útveg kvað hann mundu detta úr sögunni von bráðar. Það er nú einkennilegt, ef hætta ætti við vélarbátaútveg í Vestmannaeyjum, sem er víst eini staðurinn á landinu, þar sem það er beinlínis sannað, að vélarbátar borga sig vei. En enn þá undarlegri verður rökfærsIa háttv. þm., þegar hann vill gera höfnina eingöngu að vélarbátahöfn. Til hvers er að vera að búa til höfn fyrir þau skip, sem hann segir, að séu að detta úr sögunni? Væri ekki nær að gera hana hæfa fyrir botnvörpunga, sem hann segir að von bráðar verði farið að gera þar út.

Annars hygg eg að aldrei — verði of stórt hugsað til hafnargerða og samgöngubóta á sjó. Við, sem árin eru farin að færast yfir, þurfum ekki annað en lita til uppvaxtarára okkar, þegar ekki þektust nema opnir fiskibátar —. þá sjáum við, hve fljótt og hve stórt spor hefir verið stigið fram á leið.

Eg sé það á dýptarmælingum á hafnarstæðinu, að þetta verður efálaust góð höfn fyrir þá botnvörpunna, sem Vestmannaeyingar afla sér. En höfnin kemur mikið fleirum að gagni. Eg skal nefna botnvörpunga Reykvíkinga. Hversu mikið sparast við það, að þeir- þurfa ekki að fara 12–15 tíma siglingu til Reykjavíkur til þess að kaupa kol o.s.frv: Þeir geta verið að v eiðum á þeim tíma og skroppið inn á höfnina í Vestmannaeyjum og sparað við það bæði tíma og kol. Og það gerir mikið meira en vega á móti hafnargjaldinu, þótt það verði sett mjög hátt.

Þá er það ekki lítill hagnaður fyrir landið alt, ef íslenzkir menn gætu sett upp stóra kolaverzlun Vestmannaeyjum. Það getur okkur ekki staðið á sama um.

Þn hefir eigi alllítið tjón orðið að hafnleysinu á allri suðurströnd landsins. Þar er nú enginn griðastaður, sem skip gætu leitað til í lífsháska Þau hafa ekki annað að ráð en að hleypa til skipbrots, þar sem skárst er. Það væri ekki lítill hagur að því, að eiga eitthvert athvarf bæði fyrir fiskiskipin og bátana til að að leita til úr tvísýnu. Það er nokkur munur á því og þurfa að fara yfir Reykjanesröst, sem hefir kollvætt margan góðan dreng.

Það er auðsætt á mælingunum, að 16 feta dýpi er á nokkuð stærra svæði en afmarkað er á kortinu. Auk þess er það ekki rannsakað, hvers konar botn er í norðvesturhluta hafnarinnar. Það má vel vera að það sé leirlag eða móhella, sem lítið mundi kosta að sprengja upp og dýpka. Ef botninn er hraun, verður það auðvitað talsvert dýrara. Þó mætti kosta þar nokkru til að dýpka þar lítið eitt og Væri það ekki frágangssök, þótt skip þyrftu að sæa sjávarföllum. Það er ekki meira en menn verða að sætta sig við víða í útlöndum. T. d. er því svo farið með höfnina í Leith — þar verður skip að bíða fyrir utan ef þau eru ekki svo heppin að koma að hæfilega útföllnum eða aðföllnum sjó.

Eg legg ekki mikið upp úr því, að áætlunin sé of hjá vegna þess að Monberg vill vinna verkið fyrir hærra fé. Verkið hefir ekki verið boðið öðrum, og þótt hann standi betur að vígi vegna þess, að hann hefir verkfærin hér heima, þá er ekki sagt, enda ósennilegt, að hann kæri sig um að láta Vestmanneyinga græða á því. Við höfum séð dæmi þess úr sama landi og hann er, að stofnanir þar hafa gert sitt til að knýja Íslendinga til að leggja sér fé. Símskeytið, sem ráðherra barst fyrir skömmu, ber þess ljósastan vottinn. Það er því alls ekki óhugsanlegt, að einhverjir aðrir kunni að vilja taka að sér verkið fyrir minna verð en Monberg þessi.

Þessi fjárveiting er ekki svo mikil, að hún sé eftirtöluverð til þessarar landssjóðseignar, sem er stór fiskibær og margfaldast áreiðanlega á nokkrum árum.

EI farið væri gegn um manntalsskýrslurnar, þá mundi það sjást, hve margar slysfarir orsakast af ótryggum lendingum. Og þegar við leggjum of fjár til vegabóta á landi, sem auðvitað er sjálfsagt, þá á ekki að tel,ja svona fjárveitingar eftir. Hér er um lífið að tefla, en það kemur sjaldnar fyrir á landi.

Auk þessa verður höfnin til mikils hags landssjóði, þegar landið tekur að sér samgöngurnar, Þá mun það sýna sig, að það borgar eig betur að leggja fé út til hafnar en að láta skipin sveima svo og svo lengi kringum Heimaklett og kannske þurfa að fara framhjá og flytja vörurnar til þessara staða fyrst til útlanda, svo til Reykjavíkur og kannske enn þá fleiri krókaleiðir, þangað til þær loksins eftir mánaðat eða tveggja mánaða tíma koma til ákvörðunarstaðarins.