06.09.1913
Neðri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2204 í C-deild Alþingistíðinda. (1451)

26. mál, sparisjóðir

Framsögum. minni hlutans, (Ólafur Briem):

Eg ætla að eina að segja nokkur orð viðvíkjandi breyt.till. minni hlutans á þgskj. 730.

1. og 2. breyt.till. eru að eins orðabreytingar, sem eru bein afleiðing af atkvæðagreiðslunni við 2. umr. 4. tillagan er líka að eins orðabreyting. Eina Verulega efnisbreytingin er við 13. gr. Þar er svo fyrir mælt í frumvarpinu, að eigi megi veita sjálfskuldarábyrgðarlán úr sjóðnum til einstakra manna, nema í lengsta lagi til eina ára.

Um þetta atriði varð lítils háttar ágreiningur í nefndinni. En þó að þessi lán yrða aldrei veitt nema til eina árs, mundu þau þó Verða framlengd, og vildi minni hlutinn binda framlenginguna við það tvent, að menn að minsta kosti yrðu skyldaðir til að greiða afborgun á hverjum gjalddaga, og að lánin mættu aldrei verða eldri en 10 ára.

Það hafa orðið miklar deilur um það, hve miklu megi verja af sjóðnum til víxillána og sjálfskuldarábyrgðarlána. Skal eg eigi blanda mér í þær deilur, en vil að eins taka fram, að eg hallast heldur að tillögunni á þgskj. 684, að þessi lán séu ekki bundin við helming innstæðufjárins, heldur 2/3 hluta. Eg held að sjálfskuldarábyrgðarlán, ef þau eru veitt með nærfærni og vel um hnútana búið, séu yfirleitt engu ótryggari en 2. og 3. veðréttur í fasteignum, sérstaklega þegar um sumar húseignir er að ræða.

Vitaskuld er rétt að sparisjóðsstjórnin hafi alla varúð við að lána út fé gegn sjálfskuldarábyrgð, og gæti að því, að tryggja fé sparisjóðanna sem bezt. Stjórnir sparisjóða standa líka í flestum tilfellum langtum betur að vigi í því efni en bankarnir, sem oft eiga mjög erfitt með kynna sér nákvæmlega hag manna í fjarlægum sveitum víðsvegar um landið. Með þetta fyrir augum óttast eg ekki svo mikið þó að hámark þess fjár, sem má hafa til Víxillána og sjálfsábyrgðarlána, Verði fært upp úr helmingi innstæðufjárins upp í 2/3 hluta.

Þetta atriði kom til rækilegrar athugunar í nefndinni og var tekið fram, að ákvæðið í frumvarpinu gerði töluverða röskun á því ástandi sem nú er. En það sem gerði, að nefndin ekki vildi breyta þessu, var meðal annara það, að stjórninni er veitt heimild til að veita undanþágu. Má búast við að stjórnin fari vægilega í sakirnar og fylgi eigi stranglega fram þeim ákvæðum, sem koma í bág við ástandið, sem nú er, að því leyti sem þau. eru ekki beint nauðsynleg til tryggingar almenningsfé, sem sjóðnum er trúað fyrir.