12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (1531)

28. mál, ábyrgðarfélög

Sigurður Eggerz:

Jeg get ekki fellt mig við þá undanþágu, sem frv. veitir þeim ábyrgðarfjelögum, sem starfað hafa hjer í 20 ár eða lengur. Mjer virðist sjálfsagt, að þessi fjelög hafi umboðsmann og varnarþing hjer á landi og setji tryggingu. Þó að þau fjelög, sem hjer eiga hlut að máli, sjeu nú vel stæð og örugg, þá er ekki sagt, að það verði alt af, því að margt getur breyzt á stuttri stund. Það er ekki sjáanlegt, að rík fjelög geti haft nein veruleg óþægindi af því að setja hæfilega tryggingu fyrir skilvíslegri starfsemi sinni. Jeg mun því við 3, umr. komt fram með breyttill. um að nema þessa undanþágu burt úr frv.