13.09.1913
Neðri deild: 59. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2521 í C-deild Alþingistíðinda. (2681)

127. mál, skipun nefndar í slysfaramálum

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil að eins taka það fram, að það er ekki meiningin, að þessi milliþinganefnd eigi að safna þeim skýrslum eða upplýsingum um slysfarir, sem orðið hafa og allir geta náð til, heldur einmitt að útvega þær upplýsingar; sem ekki sjást af venjulegum skýrslum. Og þá ekki síður hitt, að reyna að koma því til vegar að lögreglustjórar reyni að upplýsa slík tilfelli betur framvegis en hingað til hefir átt sér stað, t. d. hvort alt það er nú í rauninni »slysfarir«, sem látið er ganga undir því nafni. Reyna að koma á nýju sniði í þessu efni; skaga nýtt almenningsálit, opna augu þjóðarinnar fyrir því, að hér er um alvarlegt mál að ræða; þar sem oss er sjálfrátt að bæta að nokkru úr ágöllunum. Það er sannað að hér við land drukna fleiri menn tiltölulega en nokkurstaðar annarstaðar af þeim sem fiskveiðar stunda. Jafnvel fleiri landið [sic] druknar tilltölulega fleiri Íslendingar en Færeyingar og Norðmenn, er hér stunda veiði af sams konar skipum og í sama veðri. Og það er auk skaðans leiðinlegt til afspurnanr að þar sem Íslendingar eru skipstjórar skuli verða svo miklu fleiri slys en ella. Þetta er slyðruorð, sem vér þurfum að reka af oss.