25.07.1913
Neðri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í C-deild Alþingistíðinda. (332)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

ATKV.GR.:

Frv. vísað til 2. umr. í e. hlj.

Vísað í e. hlj. til nefndarinnar í málinu um frumv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi.

Útbýtt var í deildinni meðan á fundinum stóð:

1. Nefndaráliti um frumv. til laga um breyting á iðgum um vegi 22. Nóv. 1907. Frá meiri og minni hluta (169).

ATKV.GR:

Vísað til 2. umr. í einu hlj. 5 manna nefnd sþ. í einu hlj.

Dagskrá:

1. Ráðherra svarar fyrirspurn (53).

2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913 (stj.frv., n. 91, 122, 125, 172); 2. umr.

3. Frv. til laga um mannanöfn (165) ; 1. umr.

4. Frumv. til laga um vatnsveitingar (163); 1. umr.

5. Frv. til laga um bæjanöfn (166); 1. umr.

Allir á fundi.

Fundarbók síðasta fundar lesin upp, samþ. og staðfest.

Forseti tilkynti, að nefnd, sá sem kosin var til þess að íhuga frv. til laga um umboð þjóðjarða, hefði kosið sér formann Jóhannes Jóhannesson og skrifara Ólaf Briem.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið í deildinni:

1. Frv, til laga um heimild til að selja hjáleiguna Mosfellsbringur í Mosfelssveit. Flutnm. Björn Kristjánsson (173).

2. Frv. til laga um síldarleifar. Flm. Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson (175).

3. Frv. til laga um stimpilgjald. Frá skattamálanefndinni (168).

4. Frv. til laga um lögreglusamþykt og byggingarsamþykt fyrir Vestmannseyjasýslu. Flm. Jón Magnússon (179).

5. Frv. til laga um viðauka og breyting á lögum um aðflutningsbann á áfengi nr. 44, 30. Júlí 1909. Flm. L. H. Bjarnason og Eggert Pálsson (177 ).

6. Frv. til laga um verðhækkunargjald . út af járnbrautarlagningu. Flm. Jón Magnússon, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Sig. Sigurðsson (17).

7. Frv. til laga um lögskipaða endurskoðendur. Flm. Bjarni Jónsson (193).

8. Frv. til laga um heimild fyrir stjórnarráðið til þess að veita mönnum rétt til þess að vera dómtúlkar og skjalþýðendur. Flm. Bjarni Jónsson (194).

9. Frv. til hafnarlaga fyrir Vestmannaeyjar. Flm. Jón Magnússon (176). 10. Frv. til viðaukalaga við lög nr. 24,

9. Júlí 1909, um samþyktir um kornforðabúr til skepnufóðurs. Flm. Pétur Jónsson, Einar Jónsson, Sigurður Sigurðsson (190).

11. Viðaukatill, við frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913. Frá fjárlaganefndinni (172).

12. Viðaukatill. við frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1912 og 1913. Frá ráðherra (197).

13. Nefndaráliti um frv. til laga um Verðlag (186).

14. Nefndaráliti um frv. til laga um laun hreppstjóra (184).

15. Nefndaráliti um frv. til laga um jarðmat (183).

16. Nefndaráliti um frv. til laga um skattanefndir (182).

17. Nefndaráliti um frv. til laga um fasteignaskatt (180).

18. Nefndaráliti um frv. til laga um tekjuskatt (181).

19. Nefndaráliti um frv. til laga um breyting á þeim tíma, er manntalsþing skuli háð (185).

20. Nefndaráliti um frv. til laga um fasteignaskatt. Frá minni hlutanum (195).

21. Tilllögum yfirskoðunarmanna Alþingis um landsreikninginn fyrir árið 1911. 22. Skólaskýrslu Kvennaskólans í Rvík 1912–1913.

Forseti skýrði frá, að útbýtt hefði verið frá Ed.:

1. Frv. til laga um sauðfjárbaðanir. Flm. Þórarinn Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Hákon Kristófersson (188).

2. Frv. til laga um hallærisvarnir. Flm. Guðjón Guðlaugason, Jósef Björnsson, Hákon Kristófersson (191).

3. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 18, 13. Okt. 1903, um kosningar til Alþingis. Flm. Hákon Kristófersson, Björn Þorláksson (189).

4. Breytingartill. Við frv. til laga um friðun æðarfugls. Frá nefndinni (174).

5. Breytingartill. við frv. til siglingarlaga. Frá nefndinni (170).

6. Breytingartill. við frv. til laga um friðun fugla og eggja. Frá Júl. Havsteen og Eiríki Briem (178).

7. Breytingartill. Við frv. til laga um breyting á lögum nr. 39, 10. Nóv. 1903, um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna í kauptúnum. Frá Einari Jónssyni (192).

8. Breytingartill. við frv. til laga um friðun æðarfugls. Frá Steingr. Jónasyni (196).

9. Nefndaráliti um frv. til laga um sölu í þjóðjörðinni Fossi Suðurfjarðarhreppi (171).

Forseti skýrði frá, að lagt hefði verið fram á lestrarsal:

1. Erindi frá 1. þm. G.-K. (Br. K.), þar sem hann kveðst leggja frv. til laga um sölu á Mosfellsbringum fyrir Alþingi, og sendir ýms (9) skjöl, er það snerta.

2. Andmæli og áskorun til Alþingis gegn frv. til laga um að leggja jarðirnar Bústaði og Skildinganes undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Frá alþingiskjósendum í Seltjarnarneshreppi o. fl.

Þá var gengið til dagakrár og tekið fyrir:

FYRIRSPURN svarað af ráðherra (53).