13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1137 í C-deild Alþingistíðinda. (851)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Matthías Ólafsson:

Naumast hefir á nokkru þingi verið meira rætt nm aparnað en á þessu þingi, og sparnaðarkenningarnar hafa komið fram í ýmsum myndum og munu vera skiftar skoðanir um það, hvort þær hafi allar verið sem heppilegastar eða sanngjarnastar. En eitt er það, sem háttvirtir þingmenn virðast leggja lítið kapp á að spara, og það er táminn. Það virðist svo, sem þeim sé það ekki ljóst, að hann er einnig peninga virði, og að tími sá, er vér þingmenn eyðum, er dýr þjóðinni. Það er því áríðandi að tíma þingsins sé ekki eytt til ónýta En hvernig er nú farið að spara tímann? Hér höfum við setið í samfleyttar 14 klukkustundir, og margar og langar ræður hafa verið fluttar hér í salnum á þessum tíma. En hver er svo afraksturinn eftir allar þessar umræður, sem hafa kostað landið um 7–800 krónur 7 Enginn – bókstaflega enginn. Af öllum þeim aðfinslum við gerðir stjórnarinnar, sem hér hafa verið framfluttar, er engin, alls engin, sem ekki hefir verið svarað fullnægjandi. Af öllum ásökunum stjórnarandstæðinga stendur ekki steinn yfir ateini. Allar hafa þær verið hraktar með góðum rökum að dómi óvilhallra manna.

Eg hygg, að flestir sem hlýtt hafa á sókn og vörn í þessum málum, hljóti að viðurkenna, að ásakanirnar hafa verið á litlum eða öllu heldur á engum rökum bygðar, og frekar komnar fram af áreitni við hæstv. ráðherra, heldur en af því að þeir sem þær hafa borið fram, hafi trúað á málstað sinn. Eg held að þeir hljóti að sjá, að ákúrur þeirra hafa ekki við nein rök að styðjast og eru ekki annað en ryk til að slá í augu almennings, og til þess að sjást svo í þingtíðindunum á eftir.

Það minnir á gömlu karlana, sem báru duft í pung til að blinda fólk með. Þetta er ekki annað en slíkt duft, sem þessir menn hafa viljað strá í augu þjóðarinnar og blinda hana fyrir því sem satt er og rétt. En þeir munu sjá, að það kemur hægur blær, sem andar burtu þessu ryki þeirra, og trúað gæti eg því, að þeir sæu seinna, að þeir hafa sagt margt það í dag, sem þeir þá vildu láta ótalað vera. Nú er þessum mönnum svo ákaflega ant um hvers konar reglu, en ef þeir ættu sjálfir að gæta reglunnar, býst eg við að minna yrði úr árvekninni, Það er hægt verk að atyrða hæstv. ráðherra, en hitt verður þeim erfiðara, að rökstyðja ákúrur sínar. —

Eg tek undir það með háttv. 1. þm. S.-MúI. (J. Ól.), að það hefir ýmislegt verið dregið inn í umræðurnar í dag, sem ekki hefði átt að vera, t. d. þetta tal um flokkaskiftinguna og flokksfundina. En úr því að hann fór að finna að, þá hefði hann átt að skýra rétt frá, en það gerði hann ekki, og verð eg að segja, að eg hafði reyndar naumast búist við því.

Viðvíkjandi þessari Gróu-sögu, sem hann sagðist hafa heyrt, um það sem eg sagði, þegar skattafrumvörpin voru til umræðu, hefi eg ekki annað að segja en það, að eg gengst við öllu sem eg hefi þá sagt og stend líka við það alt. Eg sagði, að það liti út fyrir að það hefðu verið gerð samtök um að fella öll skattafrumv., hvort sem þau væru nytsöm eða ekki, og eitt af því sem benti til þess væri það, að háttv. 1. þingmaður S.-Múl. væri ekki á fundi, en hefði þó verið hér í húsinu skömmu fyrir fundarsetningu, eða að minsta kosti hefði hatturinn hans verið hér og að eg héldi maðurinn líka.

Þetta sagði eg, og það var ekkert undarlegt að mér dytti í hug, að fjærvera þingmannsins stæði í sambandi við samtök um að fella frumvörpin, því að hann hafði sjálfur sagt mér, að það hefði verið samþ. á flokksfundi Heimastjórnarflokksins að fella þau. (Jón Ólafsson: Það er lygi!). Eg gæti sagt sagt eins og háttv. l. þm. Rvk. (L. H. B.), að eg hefði skrifað það í vasabók mína, en eg geri það ekki af því að eg álít að það hafi lítið sönnunargildi. En eg hygg, að eg hafi skotið fullnærri marki, þegar eg gat þess til, að hann hefði verið sendur heim, því að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Og eg get jafnvel sagt honum, hver það var, sem gekk með honum upp Bankastræti héðan úr þinghúsinu. (Jón Ólafsson: Upp Bankastræti ?). Já, daginn sem hatturinn var hérna.