08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (93)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Valtýr Guðmundsson:

Eg hafði ekki ætlað mér að taka til máls Við þessa umr. En ástæðan til þess að eg samt sem áður stend upp, eru nokkur orð í ræðu hv. þm. Dal. (B. J.). Hann gat þess, að það mundi Vera Vilji allflestra kjósenda, að þessi stjórnarskrárbreyting yrði samþykt nú í sumar. Eg skal geta þess, að í mínu kjördæmi reyndust einir þrír menn með stj.skrárbeyt. á þingmálafundi, sem allmargir þó sóttu. Hinir allir voru á móti. Eins hygg eg muni vera víða annarataðar. En jafnvel þótt svo geti verið, að allmargir kjósendur annarstaðar á landinu séu stjórnarskrárbreytingu hlyntir, þá er eg í engum vafa um það, að það stafar af því, að málið hefir ekki verið nægilega skýrt fyrir þeim og þeim hefir ekki verið gert það fyllilega ljóst, út í hvaða baráttu við legðum, ef við færum nú að samþykkja slíka stj.skr.breyt , að minsta kosti ef meiningin er sú, að halda því til streitu að nema orðin í ríkisráði burtu. Hv. þm. sagðist ekki skilja, að konungur mundi neita því staðfestingar. Þetta virðist mér harla undarlegt, þar sem þó liggja fyrir skýlaus skilaboð frá konungi um þetta atriði. Og þegar svo er, þá verður að athuga afleiðingarnar, sem það mundi hafa í för með sér að samþykkja slíkt frumvarp. Eg er enn á þeirri skoðun, eins og áður, að betra hefði verið að láta þetta atriði alveg liggja á milli hluta og halda því fyrir utan stjórnarskrána, eins og stungið var upp á í frv., sem eg bar fram hér um árið. En þegar slíku ákvæði einu sinni hefir verið smeygt inn, þá eru lítil líkindi til að fá því náð út í bráðina. Og jafnvel þótt konungur vildi það sjálfur, þá mundi hann tæplega fá því ráðið, vegna þess að hann er konungur í tveimur löndum, þar sem annað landið er miklu voldugra en hitt. Það er alveg eins og var með Noreg og Svíþjóð, þótt ólíku sé saman að jafna samt, vegna þess hvað Noregur var miklu sterkari í samanburði við Svíþjóð, en Ísland í samanburði við Danmörku. Jafnvel þótt Óskar konungur Vildi staðfesta sum lög stórþingsins, þá fékk hann því ekki ráðið vegna þess, að hann sat í Svíþjóð, sterkara landinu. Danir gætu fundið upp á því að segja við konung sinn, ef hann héldi einhverju slíku fram, líkt og Svíar sögðu við Óskar konung: Far þú til Íslands og vertu konungur þar. Og þetta er ekki einungis getgáta um að svo muni fara. Danskt blað — Vort Land — sló því fram við Friðrik VIII. hér á árunum. Ef nú ráðherra Íslands kemur fram fyrir konung með svona frv. — jafnvel þótt hann hefði alla þm. að baki sér — þá mundi það leiða til þess, að hann yrði að fara frá. Og hver ætti þá að taka við? Enginn Íslendingur gæti gert það. Afleiðingin yrði því sú, að konungur neyddist til, annaðhvort að setja einhvern danskan mann í stöðuna, eða þá að suspendera stjórnarskrána. Þetta yrði því til þess að stofna, ekki að eins þingræðinu, sem ekki er gamalt, heldur líka löggjafarvaldi okkar, í voða — og það finst mér ekki tilvinnandi og hygg líka að fæstum kjósendum mundi þykja það, ef þeir hefðu gert sér málið ljóst. En til hvers annara gæti konungur gripið, þegar enginn íslenzkur maður gæti tekið við ráðherrastöðu. HV. þm. Dal. (B. J.) heldur kannske, að afleiðingin af því yrði skilnaður, eins og varð með Noreg og Svíþjóð. En það er ekki einu sinni víst að svo yrði. Skilnaður Svíþjóðar og Noregs, sem var þó á allan hátt miklu öflugri en Ísland er, varð þó ekki nema með samþykki Svía. Fyr vildu engin önnur ríki viðurkenna hann. Þau skiftu sér alls ekkert af því. Það er heldur ekki miklar líkur til þess, að Danir færu að viðurkenna skilnað landanna. Þeir mundu taka til sinna ráða, og gætu vel fundið upp á að afnema sérmálalöggjafarvald okkar og stjórna okkur með einvöldum jarli, þangað til við sæjum að tikkur og tækjum “sönsum„. Þeir mundu ekki þurfa mikils afls við til að beygja okkur. Margir halda kannske, að ef Danir beittu okkur hervaldi, að þá í mundu stórveldin eða önnur ríki hefjast handa og koma að hjálpa okkur. Slíkt hefir oft heyrst hér. En það eru bara loftkastalar. Það yrði ekki skoðað annað en innanríkismálefni. Við höfum svo mörg dæmi þess, höfum séð þau svo víða, hvernig farið hefir með smáþjóðirnar. Við höfum séð Kóreu, Marokko og Finnland, hvernig farið hefir verið með sjálfstæði þeirra, án þess nokkur hafi hreyft hönd né fót til hjálpar. Það hafa heyrst raddir prívatmanna um, að þetta væri ómannúðlegt og ætti að hefjast handa, en enginn hefi skorist í leikinn með hervaldi. Að halda þessu máli til streitu er því að leggja út í hættuspil. Og hvað er unnið með því? Getum við ekki þroskast þótt við biðum þangað til haganleg skipun er komin á um sambandið milli landanna og fá þessu þá breytt um leið? Við höfum líka fyrirheit um það í skilaboðum konungs, að um leið og ný skipun er gerð á sambandinu milli landanna getum við fengið nýja skipun á þessu. Hann hefir aldrei sagt, að hann vilji aldrei staðfesta þetta, heldur að það verði að bíða eftir hinu. Og bráðliggur okkur þá svo á breytingu á þessu, að við getum ekki beðið í nokkur ár? Hefir þetta atriði staðið okkur fyrir nokkrum þrifum? Eg er þess fyllilega viss, að væri þetta mál skýrt fyrir kjósendum, þá mundu þeir sansast á það og ekki vilja tefla svo á tvær hættur!

Eg held, að sama megi segja um fleiri atriði, að þeim bráðliggur ekki svo á. Það er t. d. með afnám konungkjörinna þingmanna og skipun Efri deildar. Það er farið fram á það í frv., að E.d. sé öll þjóðkjörin og kosin á sama hátt og Nd. Þetta fyrirkomulag er beinlínis hættulegt og miklu verra en að hafa þingið óskift. Ef þinginu er skift í tvær deildir, þá er það ljóst, að önnur á að vera öðruvís kosin til þess að hindra alt of mikið fljótræði, vera nokkurs konar lífakkeri, til þess að koma í veg fyrir það, að einar kosningar geti komið of mikilli byltingu til leiðar. Þess vegna er Efri deild alstaðar öðruvís kosin, því að það er svo ekki að eina hér á Íslandi, heldur alstaðar annarstaðar, að við kosningar, sem koma miklum og skjótum byltingum á stað, þá er meira farið eftir því, sem tilfinningarnar segja, en heilbrigð skynsemi býður. Í sambandsríkinu Austurríki-Ungverjalandi og á Bretlandi eru þessi sæti mestmegnis erfðasæti. Í öðrum löndum eru efri málatofu þingmenn kosnir ævilangt. Svo er það í Ástralíu, sem þykir fyrirmynd, hvað alt frjálsræði og heppilegt stjórnarfyrirkomulag snertir. Svo er það og í Canada. Í frv. um Home rule á Írlandi eru allir efrideildarmenn konungkjörnir. En hér er það álitið svo óttalegt að hafa sex konungkjörna, sem að eins eru kvaddir til seg ára í senn.

Eg get nú satt að segja ekki séð, að þetta sé svo hættulegt, því að þótt það heiti svo, að konungur skipi þessa menn, þá vita allir, að í raun og veru eru þeir ekki annað en kjörnir af fulltrúum þjóðarinnar. Það eru þeir — eða réttara sagt meiri hluti þeirra — sem í raun réttri útnefna ráðherra, og þeir konungkjörnu verða þannig kvaddir samkvæmt Vilja meiri hluta kjósenda. Þeir eru því — einkum þar sem góð flokkaskifting á sér stað — kosnir af þjóðinni, en að eins gegnum aðra fulltrúa hennar. Og er ekki ráðherra með ráði flokksmanna einna eins trúandi til þess að Velja þessa menn heppilega, eins og öllum múgnum? Eg held það. Eg skal játa það, að réttara væri, ef til vill, að útnefna þá ekki alla til jafn langs tíma. Betra væri að þeir færu frá á mismunandi tíma, t. d. tveir hvert ár. Þá kæmist meira jafnvægi á, eftir því sem mismunandi stjórnmálaflokkar sætu að völdum, svo að þeir vægju nokkurnveginn salt hver á móti öðrum, að því er stjórnmálastefnur snertir. Satt að segja hefi eg ekki fundið neina breytingu í þessu frumvarpi, sem sé svo bráðnauðsynleg, að hún geti ekki beðið heppilegri tíma, þangað til útséð er um skipun sambandsins milli landanna. Og það er ekki víst, að þess verði svo lengi að bíða. Mín tillaga er því sú, að þessu máli verði frestað að sinni og frekar reynt að snúa sér að fjármálum og atvinnumálum landsina og efla það sjálfstæði, sem er undirataðan undir öllu öðru, þ. e. sjálfstæði þjóðarinnar í efnalegu tilliti.