16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1278 í C-deild Alþingistíðinda. (973)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Eg hefi ekki haft tíma til að gera yfirlit yfir, hve miklu allar framkomnar brtill. nema. Það sem samþykt hefir verið til viðbótar við 11. og 12. grein nemur alls 21.100 kr. þar af 7400 kr. frá fjárlaganefnd, en 14 þús. kr. frá einstökum þingmönnum.

Við 13 gr. A. er að eins brtill. frá nefndinni. Hefir nefndin komið með viðaukatiliögu um að hækka pósthúsfjárveitinguna úr 30 þús. kr., sem nefndin hafði lagt til að veita, upp í 35 þús. kr. Nefndin hafði búist við, að 35.000 kr. til sama yrði tekið upp í Ed. á fjáraukalögin, en það eru að eina 30.000.

Við. 13. gr. B. nema brt.till. nefndarinnar 87800 kr., en einstakra þingmanna 63200 kr. Við 13. grein C. er að eins ein brtill., sem fer fram á 12 þús. kr. hækkun og er hún frá utannefndarmanni. Við 13. grein D. er tillaga frá þingmanni um 14 þús. króna hækkun. Alls nemur hækkunin á þessari grein og 1l. og 12. gr. 130 þús. kr. eftir br.till. nefndarinnar og 105 þúsund krónur frá eirstökum þingmönnum, þegar frá er talið það sem felt var í dag.

Aftur á móti nema sparnaðartillögur nefndarinnar á liðunum D. og E. í 13. gr. ekki nema 3900 kr. og frá einum þingmanni 800 kr. Það getur hugsast að þeir menn, sem flytja þessar viðbótartillögur, ætli sér að greiða atkvæði á móti einhverjum af tillögum nefndarinnar og stjórnarinnar og koma þannig jafnvægi á — en hinu býst eg þó fremur við, að meiningin sé og niðurstaðan verði, að útgjöldin hækki um þessar upphæðir, ef þær verða samþyktar.

Verði áframhaldið á meðferð fjárlaganna eftir þessu, þá virðist mér horfa mjög illa um fjárhaginn. Eg verð því alvarlega að benda mönnum á, að gæta allrar varúðar við þessar gr., þegar til atkvæðanna kemur, og fremur að rífa seglin heldur en hitt.

Um pósthústillagið þarf eg ekki að tala meira.

Þá kem eg að vegamálunum í heild sinni. Það hefir vakað fyrir nefndinni að gera það sem hægt væri til aukinna vegagerða. Í rauninni hefir hún ekki gert annað viðvíkjandi flutningabrautum, en fylgja tillögum verkfræðings og gengið lengra í því efni en stjórnin, sem ekki sá sér fært að taka alla þá vegi, sem verkfræðingurinn benti á, upp í frumvarp sitt. En nefndin hefir farið feti framar og bætt við 26000 krónum á fjárhagstímabili til þjóðveganna. Sumar af þessum tillögum eru þær sömu og verkfræðingsins. En þegar stjórnin spurði hann, hvaða vegabótum hann héldi að helzt mætti sleppa, þá voru sumt af þeim einmitt þeir vegir, sem nefndin hefir tekið upp í tillögum sínum. Nefndin hefir í þessu efni teygt sig eins langt og hún hefir frekast séð sér fært, og verður því að sjálfsögðu að leggja á móti þeim brtill., sem komið hafa frá einstökum þingm. um hækkun fjárveitinga til vega.

Eg skal geta þess, að þetta stafar ekki af því, að nefndin viðurkenni það ekki fúslega, að mikil nauðsyn mæli með flestum þessum brtill., en það er komið svo nálægt því takmarki, sem lengst má fara með hennar eigin tillögum, að litlu verður við aukið.

Þá verð eg að geta þess, að nefndin hefir ekki séð sér fært að sinni að gera nokkrar tillögur um fjárveitingar til strandferða og fjarðabáta, vegna þess að hún hefir orðið að bíða eftir tillögum samgöngumálanefndarinnar. Og þótt henni sé loks nú kunnugt álit þeirrar nefndar, hefir hún ekki tekið afstöðu til þeirra. En við búumst við að taka til óspiltra málanna að þessari umræðu lokinni og búa málið rækilega undir fyrir 3. umr. Þess vegna væri æskilegt, að þeir háttv., sem tillögu eiga viðvíkjandi þessu, haldi þeim ekki fram að sinni. Á eg þar t.d. við till. frá háttv. þm. Dal. (B. J.), sem eg vildi mælast til að hann tæki aftur nú. Það getur ekki spilt fyrir henni á neinn hátt.

Þá kem eg að inum öðrum br.till. og skal leyfa mér að taka þær í köflum. Það eru þá fyrst inar smærri, sem í raun og veru eru ekki annað en orðabreytingar. Svo er um till. á þgskj. 446, sem fer fram á það, að athugasemdin við liðinn B í 16 og liðurinn D VI. orðist dálítið öðruvísi. Nefndin getur fallist á þessa breyt.till. og álítur að hún sé til bóta. Breyt.till. á þgskj. 429 er sömuleiðis orðabreyting til þess að gera skýrari ákvörðunina viðvíkjandi starfssviði: verkfræðingsins, sem vitamál hefir á hendi. Þar sem stendur: »aðstoði landsstjórn og héraðsstjórnir«, verði bætt inn í: og »bæjarstjórnir«. Nefndin hefir fallist á þessa breyt.till. Raunar ætlaðist hún til að þetta lægi í einni tillögu, en það spillir ekki til að hafa það sem nákvæmast.

Þá er að minnast breyt.till. um þjóðvegi annars vegar og svo sýslu- og hreppavegi hins vegar. Þær sem snerta þjóðvegina, nema als 36,900 kr., en hinar, sem snerta sýslu- og hreppavegi 26,300 kr.

Frá háttv. 1. þm. Rang. (E. J.) hefir komið fram breyt.till., sem fer fram á 18,000 kr. tillag til brúar á Eystri-Rangá. Nefndin hafði áður haft þetta mál til meðferðar, en var dræm á að taka það upp. En hins vegar hefir henni virzt svo brýn þörf á þessari brúargerð. Á þessi hefir verið fær vögnum áður, en hefir nú gert þær skemdir á vaðinu, að vögnum er ekki fært og ekki útlit á að það lagist eða verði lagað. Nú liggur flutningabraut að vestanmegin og sjálfgerð á löngum kafla þegar austur yfir ána kemur. Þetta er því svo óþægilegur þröskuldur, að bráð nauðsyn er á, að úr því verði bætt. Verkfræðingur hefir og látið það í ljós, að úr þessu verði ekki bætt á annan hátt en þann, að gera brú. Þess vegna vill nefndin ekki leggja á móti þessari tillögu, jafnvel þótt hún fari fram á nokkuð mikla hækkun á þjóðvegafénu. Það er heldur ekki að vita, að brúin verði svona dýr, því ekki liggur fyrir nema ófullkomin áætlun — mjög gömul. En verkfræðingur hefir látið það í ljós, að upp úr 18,000 kr. muni kostnaðurinn aldrei fara, heldur líklega verða minni. Það ei því von um, að brúargerðin geti orðið nokkru ódýrari en ráð er fyrir gert.

Þá liggja fyrir 3 aðrar breyt.till, sem fara fram á talsverða hækkun, á þgskj. 388,3900 kr. til brúargerðar á Bleikdalsá, á þgskj. 399 5000 kr. tillag til þjóðvegarins í Austur-Skaftafellssýslu, og á þgskj. 448 10,000 kr. til brúargerðar á Fáskrúð í Dalasýslu. Nefndin hefði viljað geta verið með öllum þessum breyt.till., en hún hefir ekki séð sér fært að fara lengra en þegar er komið.

Viðvíkjandi sýsluvegunum er það að segja, að nefndin hefir forðast að taka nokkurn þeirra upp, þó að beiðnum um það hafi rignt niður, og nefndin viðurkenni, að góðar ástæður hafi verið tærðar fyrir þeim ýmsum. Nefndin hefir ekki séð sér fært að koma fram með tillögur um slíkar fjárveitingar, því á meðan neita verður um nauðsynlegar umbætur á landssjóðavegunum, getur landssjóður ekki staðið við að kosta fé í sýsluvegi. Upphæðin til vega alls er líka eftir tillögu nefndarinnar hærri en nokkru sinni hefir staðið á fjárlögunum áður. Þó hefir nefndin getað fallist á breyt.till. á þgskj. 403, sem fer fram á lítinn styrk til þess að gera akfæran veg frá Kláffossbrú upp í Reykholtsdal gegn tvöföldu tillagi annarstaðar frá. Þetta verður áframhald af brautinni frá Borgarnesi, og þar sem upphæðin er ekki nema lítil og tillagið annarstaðar frá svona mikið, hefir nefndin getað fallist á tillöguna. Aftur á móti hefir nefndin ekki séð sér fært að styrkja aðra vegagerð í sama kjördæmi, sem líka hefir verið farið fram á, jafnvel þótt hún viðurkenni, að þörfin sé mikil. Það er frá Skipaskaga upp í Melasveit.

Þá er till. frá háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.), sem fer fram á 2000 kr. til Hvammstangavegarins. Þetta er vegur, sem hefir verið styrktur áður að landssjóði og var lagt út i að leggja hann með því fé. En það stendur svo á, að hann getur ekki komið að gagni ennþá, vegna þess að það vantar beggja megin við endann á honum. Nefndin gat ekki i heild sinni verið þessu máli meðmælt, og eru því atkvæði háttv. nefndarmanna óbundin í því efni. En eg hefi nú fengið þær upplýsingar, að þetta sé ekki annað en endurveiting á fé, sem í raun og veru standi á fjárlögum. Þrátt fyrir það hefi eg ekki »fullmakt« til að svara fyrir meðnefndarmenn mína, en eg mun af þessari ástæðu greiða tillögunni atkvæði, eina og eg gerði á seinaata þingi. Með þessu móti verður líka hægt að tengja þennan veg við þjóðveginn yfir Miðfjarðarháls.

Aðrar breyt.till. um tilög til sýsluvega þarf eg ekki að tala um. Nefndin hefir ekki getað fallist á þær, af sömu ástæðum og eg hefi þegar fært. Hún hefir ekki tekið upp annað en það sem hún eftir atvikum áleit rétt að sæti fyrir. Hitt verður að bíða betri tíma, þótt margt mæli með því.

Að svo mæltu hefi eg ekki meira að segja, en leyfi mér að öðru leyti að skírskota til nefndarálitsins.