04.08.1914
Efri deild: 31. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

2. mál, sauðfjárbaðanir

Framsögum. minni hlutans (Sigurður Stefánsson):

Baðlyf stjórnarráðsins munu vera önnur en þau, sem áður hafa verið notuð. Jeg hygg ekki, að þau sjeu of dýr í sjálfu sjer, en þau eru dýrari en þau baðlyf, sem áður hafa tíðkast. Úr þessu má hæglega bæta á þann hátt, að taka hin gömlu meðul á skrána. En þá fyrst væri ástæða til alvarlegrar umkvörtunar, ef hin gömlu baðlyf yrðu dýrari hjá stjórnarráðinu en öðrum.