04.08.1914
Neðri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 407 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

forseti (Ó. Br.) til máls á þessa leið:

Þegar annað mál á dagskránni var á dagskrá 28. f. m., var því skotið undir úrskurð forseta, hvort það og önnur slík heimildarlög kæmi ekki í bága við 24. gr. stjórnarskrárinnar. Með því að þá var úrskurði frestað, verður málið nú tekið til nánari athugunar og úrlausnar.

Áminst grein stjórnarakrárinnar, er skipar svo fyrir, að ekkert gjald megi greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum, virðist nánast snerta umboðsstjórnina og vera aðallega sett til þess að reisa skorður við heimildarlausri meðferð hennar á fé landssjóðs, en ekki til þess að rýra eða takmarka fjárveitingarvald og verksvið þingsins. Verður því ekki litið svo á, að í greininni felist bann gegn því, að þingið noti heimildarlagaformið til þess að lýsa yfir þeim vilja sínum, að landssjóðsfé sé varið til einhvers sérstaks fyrirtækis, enda eru í þingsögunni fleiri fordæmi til sönnunar því, að þetta hafi verið sameiginlegt álit þings og stjórnar, t. d. á aukaþinginu 1912 heimild til kaupa á Vestmannaeyja-símanum og á þessu þingi heimild til kaupa á vörubirgðum.

Hins vegar er það bein afleiðing af téðri lagagrein, að til þess að fjárgreiðsla samkvæmt slíkum heimildarlögum sé fullkomlega lögmæt, hlýtur fjárveitingin á sínum tíma að vera tekin upp í fjárlög eða fjáraukalög. En þetta getur einungis haft áhrif á það, hvort stjórnin notar heimild þá, sem þannig er takmörkuð.

Fyrir því er úrskurðað, að frumvarp það, sem fyrir liggur, komi ekki í bága við 24. gr. stjórnarskrárinnar.