31.07.1914
Neðri deild: 27. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Sigurður Sigurðsson:

Að eina stutt athugasemd.

Eg játa það, að ýmislegt mælir með því að setja nefnd stjórninni til ráðuneytis í þessu vandamáli. En nú vil eg spyrja, er það tilætlunin, að þessi nefnd taki borgun fyrir starf sitt? Eg vildi óska og vona, að sá asni yrði ekki leiddur inn í herbúðirnar, óska, að ekki yrði farið að búa til pólitíska bitlinga í slíku stórmáli. Mér skildist á hv. framsögumanni (E. A.), að það væri ætlast til að í nefndinni fengi sæti menn, sem skyn bera á verzlun, en eg get ekki látið vera að benda á, að helzt ætti það ekki að vera þeir menn,sem sjálfir reka kaupverzlun.