31.07.1914
Neðri deild: 27. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Sigurður Sigurðsson:

Út af ummælum háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.), þar sem hann taldi það sjálfsagt, að nefndinni væri ætlað kaup fyrir starfa sinn, vil eg taka það fram, að eg lít á þetta sem heiðurspóst, og ætti nefndinni að vera í því einu nægileg borgun fyrir ómak sitt. Eg hygg, að þeir einir verði í hana valdir, sem svo eru staddir, að þeir þurfa ekki kaup. Eg verð því að halda fast við það og vænti þess, að svo verði frá gengið, að nefndin taki ekkert kaup. Öðru máli væri að gegna, ef hún þyrfti að fara að borga úr sínum vasa fyrir ferðalög, en ef hún þarf engu til að kosta, þá kemur ekki til greina að borga henni fé fyrir vinnu sína.