06.08.1914
Neðri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (593)

15. mál, sveitarstjórnarlög

Guðm. Eggerz:

Eg ætla að eins að taka það fram, af því að mér skauzt yfir það áðan, að munurinn á síldveiði og öðru bátfiski er sá, að hreppurinn, sem veiðin er rekin í, fær landshlut af síldveiði, ekkert af þorskveiði. Það virðist því vera ósanngjarnt, að ofan á þetta sé bætt því, að leggja meira á síldarútgerðarmenn en aðra. Eg vona að brt. mín verði samþ., því að við það jafnast þetta óréttlæti.