01.07.1914
Efri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Deildarsetning efri deildar

Kristinn Daníelsson:

H. 6.kgk.(G.B.) hefir stungið upp á því, að kjósa forseta nú í dag, en fresta öðrum kosningum til morguns, er, jeg vil leyfa mjer að benda á það, að þá er það undir hinum nýkosna forseta komið, hvort fundi verður frestað eða eigi. Annars er þetta mál ekki sótt af neinu kappi af minni hálfu. Jeg vildi aðeins að það kæmi fram, að því hefði verið mótmælt, að forseti hefði eigi vald til þess að fresta þessum fundi, svo eigi yrði vitnað í það síðar, að því hefði verið slegið föstu, að þetta mætti aldrei gera.