03.08.1914
Neðri deild: 33. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 964 í B-deild Alþingistíðinda. (932)

96. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Matthías Ólafsson:

Eg skal ekkert um það segja, hvernig eg hefði greitt atkvæði í þessu máli, ef öðruvís hefði staðið á. Það var sagt fyrir fám dögum hér á þingi, að oss væri það lífsskilyrði, að eiga vingott við Englendinga á þessum tímum. Þetta er alveg satt. Þess vegna finst mér það nú rangt að samþykkja lög eins og þessi, sem hækka sektarákvæði fyrir brot botnvörpunga á landhelgissvæðinu. Þess vegna verð eg að leggja á móti því nú, að þetta frumvarp verði samþykt, hvernig svo sem eg hefði greitt atkvæði, ef öðruvís hefði á staðið.