03.09.1915
Efri deild: 50. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (107)

110. mál, landsreikningar 1912 og 1913

Framsögumaður (Björn Þorláksson):

Jeg vil benda mönnum á, að ruglingur dálítill hefir orðið á tölum í frumv. í prentuninni. Í síðustu línu útgjaldanna stendur, að tekjuafgangur sje 291,884,63, en á að vera 291,883,63 og samkvæmt því breytast aftur í samlagningunni 4 í 3. Þetta ætti að vera hægt að lagfæra á skrifstofunni, en óhætt að samþ. frumv. fyrir því.