14.09.1915
Efri deild: 62. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 961 í B-deild Alþingistíðinda. (1077)

117. mál, lífsábyrgðarfélag

Sigurður Stefánsson:

Jeg verð að taka í sama streng og háttv. framsögum. (E.B.),að sjótryggingin verður að koma fyrst, bæði af því, hve það er mikið fje, og líkindi til að hún geti borgað sig, og eins af hinu, að ólíklegt er, að lífsábyrgð gæti borgað sig, nema iðgjöldin væru höfð hærri en nú tíðkast. Jeg verð að taka undir það með hæstv. ráðherra, að ef stjórnin gæti búið málið vel undir næsta þing, þá sje jeg ekki eftir 5000 kr. til þess undirbúnings. Hjer verður að leita að eins sjerfróðra manna, og það er óvíst, að þeir gæfu nauðsynlegar upplýsingar, nema gegn ríflegri þóknun. Þetta er svo mikilsvert mál, að jeg sje ekki eftir nokkurum þúsundum króna til þess að rannsaka það.