21.08.1915
Neðri deild: 39. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (1167)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Bjarni Jónsson :

Mjer varð það á í síðustu ræðu minni, að gleyma alveg að minnast á 14. gr., og á jeg þar þó eina brtt. Jeg get nú reyndar skírskotað til ummæla hæstv. ráðherra. Hann hefir rækilega sýnt fram á, hve vanhugsuð þessi brtt. nefndarinnar er, að vilja lækka styrkinn til bókakaupa fyrir Háskólann um 200 krónur. Það sýnist þó sannarlega ekki veita af 2000 krónum til Háskólans fyrir bækur. Jeg skal skýra frá því um þessa fjárbeiðni, að því er snertir klassisku fræðin, að Háskólinn hafði áætlun sína tilbúna áður heldur en að það embætti var stofnað. Síðan áleit Háskólinn og heimspekisdeildin nauðsynlegt, að tillaga kæmi fram um þetta sjerstaklega, þar sem það var ekki komið fyrr. Þær 1000 krónur, sem í frv. standa, eru sjerstaklega ætlaðar til bókakaupa í íslenskum fræðum. Jeg bar því fram beiðni um 1000 kr. styrkveiting til bókakaupa í grískum og latneskum fræðum. Jeg skal reyndar játa það, að ef mönnum er hugþekkara að veita að eina 500 kr. í þessu skyni, þá myndi mega hjálpast við það í vetur. Þær 500 krónur yrðu þá að eins skoðaðar sem byrjun til bókakaupa, svo að af fjárlaganefndin er fús á, að taka þær upp í frumv. sitt, þá skal jeg taka brtt. mína aftur, en að eins með því móti. En svo er mál með. vexi, að í bókasafni landsins eru engar bækur, er á nokkurri hátt fullnægja þeirri þörf, sem hjer er um að ræða. Jeg hefi hugsað mjer, í þakklætisskyni fyrir gott umtal, að halda almenna fyrirlestra í vetur um latneska og gríska bókmentasögu. En hjer eru engar sæmilegar handbækur til um grískar bókmentir, nema dálítið um heimspekina grísku, en jeg hafði hugsað mjer að byrja á bókmentasögunni og skáldskapnum elsta, en taka heimspekina og heimspekissöguna ekki fyrr en þá ef til vill næsta ár. Til þess að þetta sje hægt, þá vantar að minsta kosti einar 2–3 stórar og góðar handbækur um þessi efni. Jeg sótti ekki um þessa stöðu við háskólann sem vísindamaður, en hefi ætlað mjer að halda fyrirlestra fyrir almenning, sem ættu að vera bæði frásögn og skýringar um starf annara manna í þessum greinum, sem jeg tel fróðlegt fyrir almenning að vita, ef mjer skyldi takast að setja það bærilega fram. Því þótt jeg ekki gjöri kröfu til þess að vera vísindamaður, eða að jeg geti farið að gefa mig til muna að vísindastarfsemi, er jeg hefi náð þessum aldri, þá treysti jeg mjer þó til þess, að geta nokkurn veginn sómasamlega skýrt frá skoðunum annara manna um þessi efni. Sama er að segja um handbækur og hjálparrit við latneska bókmentasögu; það vantar tilfinnanlega. Enn fremur hefði jeg viljað gefa mönnum hugmynd um samanburðarmálfræði. Gæti jeg ef til vili tekið svo saman fræði annara, þar að lútandi, að einhverjum mætti að gagni koma, en hjer vita menn varla, hvernig þeirri fræðigrein er varið. Til þess þarf líka nokkur dýr verk, því hjer er að eins til ein samanburðarmálfræði, sem er þó ekki nema útdráttur úr öðru stærra verki, svo mjer skilst að á fje þurfi að halda til þessara kaupa. Sama er að segja, ef jeg vil fara í gegnum einhver verk með mönnum. Jeg hefi t. d, hugsað mjer að fara í gegnum Cicero: De oratore næsta vetur. Til þess þarf jeg að minsta kosti að hafa 23 útgáfur af glöggum textakrítíkurum, eða með öðrum orðum, bókum eftir sjérfræðinga í þessum efnum, er hafa nákvæmlega farið í gegnum þessi verk og skrifað svo skýringar sínar neðanmáls, eða þá aftan við bókina. Þetta er nauðsynlegt, ef kenslan á ekki að verða fullkomið kák.

Jeg gæti talið upp margt fleira nauðsynlegt, handbækur í listasögu Grikkja og Rómverja o. fl. o. fl. Enn fremur heila flokka af ljósmyndum af snildarverkum þessara þjóða, til þess að geta gefið mönnum sem glöggasta hugmynd um, hvernig þau líta út. Líka væri vinnandi vegur að fá kerfi til þess að sýna með myndavjel, og gefa mönnum á þann hátt sem glegsta hugmynd um þessi listaverk. Þó ekki væri keyptur nema helmingurinn af því, er jeg nú hefi talið, þá myndu 500 krónur vera farnar til þess fyrir löngu. Og sannarlega veitti ekki af 1000 krónum. Það er bláber nauðsyn og ekki annað. En vildi þingið veita þetta fje, þá mætti vafalaust komast að góðum kaupum hjá Birni Ólsen, sem á gott safn hjer að lútandi. Jeg slæ þessu fram af því, að hjeðan í frá mun hann eingöngu fást við kenslu í íslenskum fræðum. En hann á einmitt ágætar myndir af listaverkum þessara þjóða, frá því að hann var á ferðalagi um Grikkland og Ítalíu. Jeg held þess vegna rjett að samþykkja þessa tillögu mína, en hrjósi mönnum hugur við því, þá mætti, eins og jeg hefi þegar tekið fram, kaupa hið allra nauðsynlegasta fyrir 500 kr. í haust, ef von væri um það, að fjárveiting til þessa fengist áfram síðar.

Jeg þarf ekki að nefna það, að jeg mæli ekki með þessu af eigingirni. Þvert á móti gæti jeg sagt, að jeg hefði sjálfur mestan hag af því, ef þingið feldi þessa tillögu. Háværar raddir hafa heyrst um það, bæði utan þings og inn¬an, að jeg kynni ekkert í þeim fræðum, sem jeg hefi nú tekið að mjer að kenna. En gæfi þingið mjer svo ákveðna traustsyfirlýsingu, með því að fella þessa tillögu, að. jeg væri það miklu lærðari en allir hálærðir vísindamenn, að jeg þyrfti engar bækur, en gæti lesið alt úr lófa mjer, þá mætti jeg vel við una. Og jeg vil lýsa yfir því, að jeg tek það sem traustsyfirlýsingu, ef till. verður feld. (Ráðherra: Er það þá vantraust, ef til¬lagan verður samþykt?). Nei, engan veginn. Með því er jeg ekki settur neðar en bestu menn, sem við þessi og önnur fræði fást. Mjer er ekki kunnugt, að nokkur háskólakennari í heiminum kenni bókalaust. Hitt væri virðu¬leg traustsyfirlýsing, eins og jeg sagði.

Þetta vildi jeg sagt hafa um þenna lið.

Jeg gleymdi að geta þess áðan, þegar jeg talaði um brtt. fjárlaganefndarinnar, að mjer líkar miður að hún skuli hafa fært niður styrkinn til útgáfu kenslubóka við Háskólann, frá því sem hann var ákveðinn í stjórnarfrumv. Jeg held að þær 1000 kr. á fjárhagstímabilinu sjeu slæmur gróði, því að þessi styrkur er svo örlítill, að hann er sama sem ekkert, ef tveir eða þrír menn taka sig til og fara að gefa út kenslubækur. Það sannar ekkert, þó að hann hafi ef til vill hrokkið hingað til. (Ráðherra: Hann hefir ekki verið nægur). Það gleður mig að fá þær upplýsingar. En það, sem jeg vildi segja, var það, að menn mega ekki láta það villa sig, þó að kenslubækur komi dræmt út, fyrst á eftir að stofnunin er kominn á fót. Það er ekkert áhlaupaverk að semja kenslubækur. Menn geta ekki gengið að því eins og að ríða síldarnet. (Guðm. Eggerz: Það er nú ekkert áhlaupaverk.) Það segir sýslumaðurinn af því að hann kann það ekki. Jeg vil mælast til þess við fjárlaganefndina, að hún taki aftur þessa brtt. Jeg vona að háttv. framsm. (P. J.) gjöri mjer þá ánægju, þegar hann talar næst, að lýsa því yfir, að svo hafi verið gjört.

Jeg verð að vera mönnum hlusta¬hrelling í nokkrar mínútur enn, vegna þess, að nokkrir háttv. þingmenn hafa komið of nálægt brtt. mínum við 13. grein.

En áður en jeg sný mjer að því efni, vil jeg minnaat á brtt. frá háttv. l, þm. Húnv. (G. H.) um styrk handa síra Birni Stefánssyni til húsabóta á Bergs¬stöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Mjer skilst þetta sjálfsögð sanngirniskrafa, og í fullu samræmi við það, sem áður hefir verið gjört. Jeg mun því greiða tillögunni atkvæði, og vil leyfa mjer að mæla með því að hún fái samþykki.

Háttv. 2. þm. N.-Múl. (J. J.) talaði alllangt mál um brú þá, sem fleygt hefir verið í vatnið norður á Langanes¬ströndum. Hann taldi það sjálfsagðan hlut, að landssjóður, sem á sínum tíma borgaði mikinn hluta af þeim 7000 kr., sem brúin kostaði, veitti nú 8500 kr. til þess að láta aftur í ána. Þessi brú er þó á sýsluvegi; það hafði jeg ekki getað gjört mjer ljóst, er jeg talaði áðan. Virðist mjer þessi krafa keyra úr hófi. Jeg hefi nú hvert árið eftir ann¬að biðlað til þingsins, að veitt yrði fje til brúargjörðar á Kjallaksstaðaá, en ekki fengið neina áheyrn. Þykir mjer sennilegt, að þingið sinni nú þessari beiðni fremur en hinni, og veiti okkur 7000 kr. í eitt skifti, og viti hvort við fleygjum þeim í ána. Þegar við höfum gjört það, skal jeg ganga inn á að Langanesstrandabrúin verði látin ganga fyrir í næsta skiftið.

Sami þm. (J. J.) talaði um að þingmenn gjörðu sig seka um barnaskap, með því að vera að bera fram fjárbænir fyrir kjósendur sína, og kallaði það kjósenda¬daður. Jeg skildi ekki hvort hann var að ráðast á mig eða aðra með þessum ummælum. En sje jeg sekur um þessa óhæfu, þá skil jeg ekki, að hann sje alveg hreinn af henni, nema svo sje að skilja, að hann hafi ekki verið að daðra við kjósendur sína á Langanesströnd, með því að biðja um fje til brúarinnar, heldur við einhverjar aðrar verur þar norður frá. Út af þessu vildi jeg gjöra þá stuttu athugasemd, að jeg veit ekki til að veitingar í fjárlögum sjeu svo merkilegur hlutur, að kjördæmi landsins megi ekki fá það undir atkvæði þingsins, hvort þau geta fengið það fje, sem þau sækja um. Allar fjárbeiðnir, sem fram hafa komið, eru svo þarfar, að gott væri, ef hægt væri, að verða við þeim öllum. En úr því, að þess er ekki kostur, þá er ekki nema sjálfsagt, að þær sjeu vegnar og metnar, svo að þær, sem minstan rjett hafa á sjer, sjeu þá helst látnar sitja á hakanum. Jeg skal svo sleppa þessum barnaskap þing¬mannsins, en ef hann ætlar sjer að taka upp einhverja viturlega stefnu í fjár¬málum, þá vil jeg ráða honum til að láta hana koma fram í einhverju öðru en því, að bera ekki fram fjárbeiðnir fyrir kjósendur sína. Meira er um það vert, að meta fjárbeiðnirnar rjettilega.

Nú hefði jeg helst viljað setjast niður, en mjer er meinað að gjöra það, því að einn háttv. þm. (S. E.) hjelt hjer langa ræðu um nauðsynina á að brúa eina af stórám þessa lands. En til þess að friða samvisku sína, lagði hann til um leið að fella niður fjárveitingar til annara nytsamra fyrirtækja. Það sje fjarri mjer, að mæla á móti því, að mikil nauðsyn sje á, að brúa þessa á, og jeg hefði vel getað sannfærst af ræðu þingmannsins (S. E.), ef hann hefði ekki. leitast við að gjöra málaleitun sina aðgengilega með því, að leggja til að strika út annað, sem er að minsta kosti jafn-nauðsynlegt.

Það eru símarnir sem hann vill strika út.

Það var einkennileg röksemdaleiðsla, sem hann kom með í því sambandi. Fyrst mælti hann á móti símalagning¬unni, af því að efni til simanna væri nú svo dýrt. Þetta kann að hafa við nokkur rök að styðjast. En svo nauðsynlegt gæti þó verið að leggja símana, að ekki væri í það horfandi, þó að þeir yrðu nokkru dýrari en áður. Og illa gengur það í mitt ferkantaða höfuð, að efni til eimanna hafi að eins hækkað í verði, en ekki efni til brúarinnar. Mjer skilst að þessi mikla brú verði ekki gjörð úr röftum, heldur muni þurfa eitthvað af járni í hana. Og járn hefir hækkað í verði. Þessar röksemdir eiga því eins við brúna og við símana. Það kann að vera rjett, að þessir simar borgi sig ekki eins vel og þeir simar, sem áður hafa verið lagðir. En hitt mun og vera jafn rjett, að mjög vafasamt sje, hvort Jökulsárbrúin borgi sig, fjárhagslega sjeð.

Háttv. þm. (S. E.) bar kvíðboga fyrir því, að ef byrjað væri á að veita fje til síma, þá mundu fleiri símakröfur koma á eftir. En jeg gæti líka hugsað mjer, að þegar 78 þús. kr. hafa verið samþyktar til brúar hans, þá kæmu fleiri brýr hjer undir atkvæði. Sú hætta fylgir báðum fyrirtækjunum jafnt. — Enginn má skilja orð mín svo, að með þessu sje jeg að berjast á móti brúnni. Jeg er að eins að sýna hvernig háttv. þm. (S. E.) berst fyrir henni.

Það er rjett, að þingið hefir lofað Jökulsárbrúnni, með því að samþykkja lög um hana, en úr því að háttv. þm. (S. E.) hefir opin augun fyrir því, þá er ekki nema sanngjarnt, að ætlast til þess af honum, að hann hafi líka opin augun fyrir því, að þingið hefir einnig lofað símanum, sem jeg fer fram á. Frv. um hann tók jeg aftur í fyrra, eingöngu fyrir það, að loforð var gefið um að leggja hann á árinu 1916. — Þá gat háttv. þm. (S. E.) þess, að um 40 manns hefðu druknað í Jökulsá, svo að menn vissu. Það er síður en svo, að jeg vilji gjöra lítið úr þessu; jeg tel það mikið tjón, og afarmikið. En mjer skilst það ekki meira tjón, að menn drukni en að þeir deyi af öðrum áatæðum. Nú hefi jeg tekið það fram áður, að sími sá, er hjer um ræðir, mundi gjöra mönnum miklu hægara með að ná í lækni, og orðið, með því móti, til þess að bjarga mörgu mannalífi. Þess vegna gæti jeg endurtekið þann viðkvæma kafla úr ræðu hans, sem var um þetta atriði, og snúið honum upp á símann með fullum rjetti. Jeg er ekki að vjefengja það, sem hann sagði. Jeg er að eina að minna hann og aðra á, að síma¬málið hefir sömu hliðarnar.

Þá kem jeg að lögskýringu þingmannsins (S. E.). Hann ætlaði að finna heim¬ild til að brjóta önnur lög með fjárlög¬unum. Sú lögskýring er röng. Og það hygg jeg að hann viti, því að mjer er nær að halda að hann hafi haldið þessu fram í spaugi. Í 7. gr. símalaganna stendur: »Þá er lokið er lagning og kaupum á talsímum og talsímakerfum o. fl. samkvæmt 5. gr., skal kaupa og leggja talsíma og talsímakerfi, er til 3. flokks teljast, og enn fremur aukaþræði í eldri línur, eftir því sem nauðsyn kref¬ur«. Það sjá allir, sem íslenskt mál kunna að lesa, að orðin, »sem nauðsyn krefur«, eiga að eina við aukaþræði í eldri línum, þó að háttv. þm. V.-Sk. (S.

E.) þykist ekki skilja það. Hitt liggur í hlutarins eðli, að alt af er nauðsyn á á að leggja 3. flokks síma, meðan þeir eru ólagðir. Annars hefðu þeir ekki verið lögskipaðir. Mjer þykir alveg auð¬sætt, að háttv. þm. (S. E.) hefir látist misskilja þetta af gletni, til þess að geta látið sýnast svo, sem hann hefði einhverja ástæðu fram að bera, til þess að fella niður símana. En sú ástæða er ekki frambærileg, eins og allir sjá. Í 7. gr. símalaganna stendur enn fremur: »Að jafnaði skal fje til þessara fram¬kvæmda þó veitt í fjárlögum, og þar þá jafnan tekin ákvörðun í hvert einn um tillag frá hlutaðeigandi hjeraði«. Í þessu er fólgin sönnun beint á móti skoðun þingmannsins. Hjer er gjört ráð fyrir, að taka megi afganginn af reksturskostnaðinum og verja honum til 3. flokka síma, án þess að taka það upp í fjárlögin. Það er dregið inn í fjárlögin til þess eins, að ná ákveðnu tillagi frá hlutaðeigandi hjeruðum. — Jeg skal enn taka það fram, og halda því fast fram, að ekki er leyfilegt að breyta öðrum lögum með fjárlagaákvæði. Það væri að sínu leyti eins og ætla sjer að af¬nema vegalögin, t. d. með því að ákveða í háskólalögunum eitthvað, sem færi í bága við þau. Jeg skal ábyrgjast, að það eru færri lögfræðingar í heimi þess¬um, sem líta á það mál öðruvísi en jeg. Og jeg spái því, að hjer fari sem oftar, þegar mig hefir greint á við lögfræðinga þingsins, að það sannist síðar, að mín skoðun reynist rjett, en ekki þeirra.