23.08.1915
Neðri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Bjarni Jónsson :

Jeg tel það loforð þings, ef heitið er einhverju í nefndaráliti, og sama stendur í framsögu, og enginn hefir í móti mælt.

Á þinginu í fyrra var því lofað, að þessi sími og aðrir skyldu lagðir á árinu 1916, og skal jeg leyfa mjer að lesa upp úr nefndarálitinu þessu til sönnunar :

»Nefndin vill því mælast til þess við flutningamenn, að þeir taki aftur frumvörp sín, en hafi fyrirheit Alþingis og símastjórnar, að símarnir verði lagðir 1916«.

Svona stendur í þingskjölunum frá í fyrra, og þar sem enginn hefir á móti þessu mælt, hlýt jeg að skoða það sem loforð þingsins um það, að eimar þessir verði lagðir á árinu 1916:

ATKVGR.:

um 13. og 14. gr. (Akv.skrá A. 480).

30. brtt. 338,23 samþ. með 21 shlj. atkv.

31. — 338,24 — — 15 —

32. — 338,25 — — 21 —

33. — 338,26 — — 13:8 atkv.

34. — 338,27 — — 16:5 —

Viðaukatill. 491, við brtt. 422 samþ. með 15:1 atkv.

35. brtt. 422 svo breytt feld með 16:8 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu:

já:

nei :

Bjarni Jónsson,

Björn Hallsson,

Einar Jónsson,

Bened. Sveinsson,

Hannes Hafstein,

Björn Kristjánsson,

Jóhann Eyjólfsson,

Einar Arnórsson,

Jón Magnússon,

Guðm. Eggerz,

Magnús Kristjánss.,

Hjörtur Snorrason,

já:

nei:

Sigurður Eggerz,

Jón Jónsson,

Stefán Stefánsson,

Sig. Sigurðsson,

Sveinn Björnsson,

Þór Benediktsson.

Eggert Pálsson, Matth. Ólafsson, Pjetur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Skúli Thoroddsen og Þorleifur Jónsson greiddu ekki atkvæði og töldust til meiri hlutans. Einn þingmaður ekki viðstaddur. 36. brtt. 410 samþ. með 17:8 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei :

Eggert Pálsson,

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Einar Arnórsson,

Bjarni Jónsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Pjetur Jónsson,

Guðm. Eggerz,

Sig. Gunnarsson,

Hannes Hafstein,

Sig. Sigurðsson,

Hjörtur Snorrason,

Sveinn Björnsson,

Jóhann Eyjólfsson,

Þór Benediktsson.

Jón Magnússon,

Sigurður Eggerz,

Skúli Thoroddsen,

Stefán Stefánsson,

Þorl. Jónsson.

Björn Kristjánss.,

Jón Jónsson, Magnús Kristjánsson og Matth. Ólafsson greiddu ekki atkv. og töldust til meiri hlutans.

37. brtt. 338,28 samþ. án atkvæðagr.

38. — 338,29 — með 19 shlj. atkv.

39. — 338,30 — — 19:1 atkv.

40. — 406 feld með 14:11 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Björn Hallsson,

Eggert Pálsson,

Benedikt Sveinsson,

Björn Kristjánsson,

Bjarni Jónsson,

Einar Arnórsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Jón Jónsson,

Guðm. Eggerz,

Sigurður Eggerz,

Hannes Hafstein,

Sigurður Gunnarss.

Hjörtur Snorrason,

Skúli Thoroddsen.

Jóhann Eyjólfsson,

Stefán Stefánsson,

Jón Magnússon,

Þorleifur Jónason,

Magnús Kristjánss.,

já:

nei:

Þór Benediktsson

Matthías Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sigurður Sigurðss.,

Sveinn Björnsson,

41. brtt. 338,30 samþ. með 22:1 atkv.

42. — 423 a — — 15:7 —

— 423 b feld með 17:8 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Benedikt Sveinsson,

Björn Hallsson,

Bjarni Jónsson,

Eggert Pálsson,

Einar Jónsson,

Björn Kristjánsson,

Hannes Hafstein,

Einar Arnórsson,

Jóhann Eyjólfsson,

Guðm. Eggerz,

Sigurður Eggerz,

Guðm. Hannesson,

Skúli Thoroddsen,

Hjörtur Snorrason,

Stefán Stefánsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sigurður Gunnarss.,

Sigurður Sigurðss.

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson.

Þórarinn Benediktss.

43. brtt. 338,31 samþ. með 16:3 atkv.

44. — 391 fyrri liður samþ. með 24 shlj. atkv.

— 391 síðari liður feld með 21:4 að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Benedikt Sveinsson,

Björn Hallsson,

Bjarni Jónsson,

Eggert Pálsson,

Hannes Hafstein,

Björn Kristjánsson,

Sigurður Eggerz.

Einar Arnórsson,

Guðm. Eggerz,

Guðm. Hannesson,

Hjörtur Snorrason,

Jóhann Eyjólfsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

nei:

Sig. Gunnarsson,

Sigurður Sigurðss.,

Skúli Thoroddsen,

Stefán Stefánsson,

Sveinn Björnsson,

Þórarinn Benediktss.

Þeir Einar Jónsson og Þorleifur Jónsson greiddu eigi atkv. og töldust til meiri hlutans.

45. brtt. 408 feld með 19:6 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu:

já:

nei:

Bened. Sveinsson,

Björn Hallsson,

Bjarni Jónsson,

Eggert Pálsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Arnórsson,

Jón Magnússon,

Guðm. Eggerz,

Skúli Thoroddsen,

Hannes Hafstein,

Stefán Stefánsson,

Hjörtur Snorrason,

Jóhann Eyjólfsson,

Jón Jónsson,

Magnús Kristjánss.,

Sigurður Eggerz,

Sigurður Gunnarss,

Sig. Sigurðsson,

Þeir Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Matth. Ólafsson, Pjetur Jónsson, Sveinn Björnsson, Þorleifur Jónsson og Þórarinn Benediktsson greiddu eigi atkvæði og töldust til meiri hlutans.

46. til 52. liður á atkvæðaskrá var tekinn aftur.

53. brtt. 427. feld með 22:3 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Guðm. Eggerz,

Björn Hallsson,

Hjörtur Snorrason,

Eggert Pálsson,

Sigurður Eggerz.

Bened. Sveinsson,

Bjarni Jónsson,

Björn Kristjánss.,

Einar Arnórsson,

Einar Jónsson,

Guðm. Hannesson,

Hannes Hafstein,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

nei:

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sig. Gunnarsson,

Sig. Sigurðsson,

Skúli Thoroddsen,

Stefán Stefánsson,

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson,

Þór. Benediktsson.

Jóhann Eyjólfsson greiddi eigi atkv. og taldist til meiri hlutana.

54. brtt. 338,32 samþ. með 22:2 atkv.

55. — 394 — — 16:9 — að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

nei:

Eggert Pálsson,

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Guðm. Eggerz,

Bjarni Jónsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Arnórsson,

Hjörtur Snorrason,

Einar Jónsson,

Magnús Kristjánss.,

Hannes Hafstein,

Matth. Ólafsson

Jóhann Eyjólfsson,

Sigurður Eggerz,

Jón Jónsson,

Sig. Sigurðsson,

Jón Magnússon,

Þór Benediktsson,

Sig. Gunnarsson,

Skúli Thoroddsen,

Þorleifur Jónsson,

Þeir Björn Kristjánsson, Pjetur Jónsson, Stefán Stefánsson og Sveinn Björnsson greiddu eigi atkvæði og töldust til meiri hlutans.

56. brtt. 338,33 samþ. með 21 shlj. atkv.

57. — 338,34 — — 19:2 —

58. — 338,35 (fyrri liður) samþ. með 20 shlj. atkv.

— 338,35 (síðari liður) samþ. með 18 shlj. atkv.

59. — 338,36 samþ. með 18:3 atkv.

60. — 338,37 — — 21:1 —

61. — 338,38 — — 14 shlj.

62. — 338,39 — — 19 —

63. — 383 — — 13:7 —

64. brtt. 338,40 (liðurinn a. við E. IV. falli burt) samþ. með 16:9 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já :

nei:

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Bjarni Jónsson,

Björn Kristjánsson,

Einar Jónsson,

Einar Arnórsson,

Hannes Hafstein,

Guðm. Eggerz,

Jóhann Eyjólfsson,

Guðm. Hannesson,

Magnús Kristjánss.,

Hjörtur Snorrason,

Matth. Ólafsson,

Jón Jónsson,

Sigurður Eggerz,

Jón Magnússon,

Sig. Gunnarsson.

Pjetur Jónsson,

Sig. Sigurðsson,

Skúli Thoroddsen,

Stefán Stefánsson,

Þorleifur Jónsson,

Þór. Benediktsson.

Sveinn Björnsson greiddi eigi atkvæði og taldist því til meiri hlutans.

64. brtt. 338,40 (liðurinn b. við E. IV. falli burtu) feld með 16:9 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

nei:

Eggert Pálsson,

Bened. Sveinsson,

Björn Kristjánsson,

Bjarni Jónsson, .

Guðm. Hannesson,

Einar Arnórsson,

Hjörtur Snorrason,

Einar Jónsson,

Jóhann Eyjólfsson,

Guðm. Eggerz,

Jón Jónsson,

Hannes Hafstein,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánss.,

Sig. Sigurðsson,

Matth. Ólafsson,

Þór Benediktsson.

Sigurður Eggerz,

Sig. Gunnarsson,

Skúli Thoroddsen,

Stefán Stefánsson,

Þorleifur Jónsson.

Björn Hallsson, Pjetur Jónsson og Sveinn Björnsson greiddu ekki atkvæði og töldust með meiri hlutanum.

64. brtt. 338,40 (liðurinn d. við E. IV. falli burtu) samþ. með 15:10 að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

nei:

Björn Hallsson,

Benedikt Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Bjarni Jónsson,

Björn Kristjánsson,

Einar Arnórsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Hjörtur Snorrason,

Guðmundur Eggerz,

Jóhann Eyjólfsson,

Hannes Hafstein,

Jón Jónsson,

Magnús Kristjánss.,

Jón Magnússon;

Sigurður Eggerz,

Pjetur Jónsson,

Sigurður Gunnarss.,

Sig. Sigurðason,

Skúli Thoroddsen.

Stefán Stefánsson,

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson.

Matthías Ólafsson og Þórarinn Benediktsson greiddu ekki atkvæði og töldu með meiri hlutanum.

64. brtt. 338,40 (liðurinn e. við E. IV. falli burtu) feld með 12:12 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

nei :

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Bjarni Jónsson,

Björn Kristjánss.,

Einar Arnórsson,

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Hjörtur Snorrason,

Guðm. Eggerz,

Jón Jónsson,

Hannes Hafstein,

Jón Magnússon,

Jóhann Eyjólfsson,

Pjetur Jónsson,

Magnús Kristjánss.,

Sig. Sigurðsson,

Matth. Ólafsson,

Stef. Stefánsson,

Sigurður Eggerz,

Þorleifur Jónsson,

Sig. Gunnarsson,

Þór Benediktsson.

Skúli Thoroddsen.

Sveinn Björnsson greiddi ekki atkvæði.

65. brtt. 338,41 samþ. með 13 shlj. atkv.

13. gr. svo breytt samþ. með 21 shlj. atkv.

66. brtt. 338,42 samþ. með 18 shlj. atkv.

67. — 338,43 — — 17 — —

68. — 338,44 — — 17:1 —

69. — 415,1 feld með 18:7 atkv.

viðhöfðu nafnakalli, og sögðu:

já:

nei:

Bened. Sveinsson,

Björn Hallsson,

Bjarni Jónsson,

Eggert Pálsson,

já:

nei:

Einar Arnórsson,

Björn Kristjánss.,

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Magnús Kristjánss.,

Guðm. Eggerz,

Sig. Gunnarsson,

Hannes Hafstein,

Skúli Thoroddsen.

Hjörtur Snorrason,

Jóhann Eyjólfsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sigurður Eggerz,

Sig. Sigurðsson,

Stef. Stefánsson,

Sveinn Björnsson,

Þór Benediktsson

Þorleifur Jónsson greiddi ekki atkv.

og taldist með meiri hl. .

70. brtt. 338,45 samþ. með 17 shlj. atkv.

71. — 338,46 feld með 18:7 atkv.

viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Bjarni Jónsson,

Hjörtur Snorrason,

Einar Arnórsson,

Pjetur Jónsson,

Guðm. Eggerz,

Sig. Sigurðsson,

Guðm. Hannesson,

Stef. Stefánsson,

Hannes Hafstein,

Þór Benediktsson.

Jóhann Eyjólfsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Sigurður Eggerz,

Sig. Gunnarsson,

Skúli Thoroddsen.

Björn Kristjánsson, Einar Jónsson,

Sveinn Björnsson og Þorleifur Jónsson

greiddu ekki atkvæði og töldust til meiri hl.

72. brtt. 395 feld með 16:9 atkv.

viðhöfðu nafnakalli, og sögðu:

já :

nei:

Bened. Sveinsson,

Björn Hallsson,

Bjarni Jónsson,

Eggert Pálsson,

Einar Arnórsson,

Björn Kristjánss.

já:

nei:

Guðm. Hannesson,

Einar Jónsson,

Hannes Hafstein,

Guðm. Eggerz,

Jón Magnússon,

Hjörtur Snorrason,

Sigurður Eggerz,

Jóhann Eyjólfsson,

Sig. Gunnarsson,

Jón Jónsson,

Skúli Thoroddsen.

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sig. Sigurðsson,

Stef. Stefánsson,

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson,

Þór Benediktsson.

73. brtt. 338,47 feld með 11:11 atkv.

að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu :

já:

nei:

Björn Hallsson,

Bened. Sveinsson,

Eggert Pálsson,

Bjarni Jónsson,

Einar Jónsson,

Einar Arnórsson,

Hjörtur Snorrason,

Hannes Hafstein,

Pjetur Jónsson,

Jóhann Eyjólfsson,

Sig. Gunnarsson,

Jón Jónsson,

Sig. Sigurðsson,

Jón Magnússon,

Stef. Stefánsson,

Magnús Kristjánss.,

Sveinn Björnsson,

Matth. Ólafsson,

Þorleifur Jónsson,

Sigurður Eggerz,

Þór. Benediktsson.

Skúli Thoroddsen.

Björn Kristjánsson, Guðm. Eggerz og

Guðmundur Hannesson greiddu ekki

atkvæði.

74. brtt. 338,48 samþ. án atkvgr.

75. — 338,49 — — —

76. — 338,50 — með 19 shlj. atkv.

77. — 338,51 — — 16 — —

78. — 338,52 — — 16:1 —

79. — 338,53 — — 18 shlj.

80. — 338,54 - — 15 — —

81. — 338,55 fyrri liður (2) samþ. með

13:2 atkv.

— 338,55 síðari liður (3) samþ. með

14:3 atkv.

82. — 407 feld með l5:10 atkv.

viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

nei:

Bjarni Jónsson,

Björn Hallsson,

já:

nei:

Hannes Hafstein,

Bened. Sveinsson,

Jón Magnússon,

Björn Kristjánss.,

Magnús Kristjánss.,

Einar Arnórsson,

Matth. Ólafsson,

Guðm. Eggerz,

Sigurður Eggerz,

Hjörtur Snorrason,

Sig. Gunnarsson,

Jón Jónsson,

Skúli Thoroddsen,

Pjetur Jónsson,

Stef. Stefánsson,

Sig. Sigurðsson,

Þorleifur Jónsson.

Sveinn Björnsson,

Þór. Benediktsson.

Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Guðmundur Hannesson og Jóhann Eyjólfsson greiddu ekki atkvæði og töldust til meiri hl.

83. brtt. 338,56 samþ. með 20:5 atkv.

að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já :

nei :

Eggert Pálsson,

Bened. Sveinsson,

Bjarni Jónsson,

Einar Jónsson,

Björn Kristjánss.,

Guðm. Eggerz,

Einar Arnórsson,

Hjörtur Snorrason,

Guðm. Hannesson,

Stef. Stefánsson.

Hannes Hafstein,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánss.,

Matth. Ólafsson,

Pjetur Jónsson,

Sigurður Eggerz,

Sig. Gunnarsson,

Skúli Thoroddsen,

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson,

Þór. Benediktsson.

Björn Hallsson, Jóhann Eyjólfsson og

Sig. Sigurðsson greiddu ekki atkvæði og

töldust til meiri hl.

84. brtt. 415,2 samþ. með 20:5 atkv.

að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já :

nei :

Bjarni Jónsson,

Bened. Sveinsson,

Björn Kristjánss ,

Guðm. Eggerz,

Einar Arnórsson,

Hjörtur Snorrason,

Guðm. Hannesson,

Sigurður Eggerz,

Hannes Hafstein

Sig. Sigurðsson,

já:

nei:

Jóhann Eyjólfsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Magnús Kristjánes.,

Matth. Ólafsson,

Sig. Gunnarsson,

Skúli Thoroddsen,

Sveinn Björnsson,

Þorleifur Jónsson,

Þór. Benediktsson.

Björn Hallsson, Eggert Pálsson, Einar

Jónsson, Pjetur Jónsson og Stef. Stefánsson greiddu ekki atkvæði og töldust til

meiri hl.

85. brtt. 338,57 samþ. með 23:1 atkv.

86. — 338,58 — — 22 shlj.

87. — 338,59 — — 20:3 —

88. — 428 — — 16 shlj.

89. — 338,60 — — 16 — —

90. — 338,61 — — 14 — —

14. gr. svo breytt samþ. með 22 shlj.

atkv.

Málið tekið út af dagskrá.

Á 40. fundi í Nd., mánudaginn 23.

ágúst, var frumvarpið tekið til frh. 2.

umr. (15.–22. gr.).

Framsögum. (Pjetur Jónsson) :

Jeg ætla að gefa háttv. deildarmönnum yfirlit yfir, hvað breytingartillögurnar,

sem þegar hafa verið samþyktar við frv., hafa mikla þýðingu.

Ef miðað er við stjórnarfrv., þá er

hækkunin og lækkunin sem hjer greinir :

Á 9. gr. hækkun 1000 krónur

— 10. — — « —

— 11. — — 3825 —

— 12. — — 39,900 —

— 13. — B. — 115,000 —

— 13. — D. — 33,000 —

— 13 — E — 200 —

— 14. — — 12,900 -

Samtals hækkun 205,825 krónur.

Á 9. gr. lækkun « krónur

— 10. — — 3,800 —

— 11. — — 5,000 —

—12. — — « —

— 13. — B. — 57,000 —

— 13. — D. — « —

— 13. — E. - 20,250 —

— 14. — — 32,500 —

Samtals lækkun 118,550 krónur.

Mismunur 87,275 kr.

Hækkunin verður þannig 87,275 kr. þegar miðað er við stjórnarfrv. Á einum liðnum verður hækkunin ekki beinlínis talin öðruvísi en sjálfsögð; það er 39 þús. kr. hækkunin á 12. gr. Það er vegna Heilsuhælisins.

Ef miðað er við þá breytingu, sem orðið hefir frá till. nefndarinnar, þá nemur hækkunin netto 113 þús. kr. En raunar er sú hækkun meiri en hún í sjálfu sjer sýnist vera, því að nú er sá sparnaður hjer um bil upp etinn, sem nefndin hafði lagt til að gjöra. Á þeim greinum, sem eftir eru, er lítils sparnaðar að vænta, en hins vegar má búast þar við töluverðum hækkunum. Það er þess vegna auðsætt, að við þessa umræðu fer því mjög fjarri, að tilgangi nefndarinnar verði náð.

Þá vil jeg minnast með nokkrum orðum á einstakar brtt. nefndarinnar. Fyrst vil jeg geta um eina brtt., sem ekki er gjörð grein fyrir í nefndarálitinu. Hún er um að veittar verði alt 10 þúsund krónur til að byggja hús yfir listaverk Einars Jónssonar. Á síðasta þingi voru samþykt lög um að veita alt að 4 þús. kr. til þess að flytja heim frá Kaupmannahöfn listaverk þessa manns, sem hann hafði boðist til að gefa landinu, með vissum skilyrðum. Sumir ætluðu, að þessar 4 þús. kr. nægðu til þess einnig að fá hús utan um listaverkin, sem dugað gæti í bráð. Enda var getið um það hjer í þinginu í fyrra, að hægt væri að fá mjög ódýrt húsnæði fyrir myndirnar, en þó að líkindum ekki stærra en svo, að þurft hefði að geyma þær þar í kössum. En bruninn hjer í Reykjavík í vetur hefir gjört það að verkum, að nú mun það húsrúm ekki fáanlegt. Þessarar fyrirhuguðu byggingar var getið í ræðu flutnm. þessa mála í fyrra, háttv. þm. Dal (B. J.). Hann gjörði ráð fyrir, að hægt væri að koma upp járnskúr utan um myndirnar fyrir mig minnir um 300 kr., þar sem þær gætu geymst óskemdar, þangað til þingið sæi sjer fært að láta byggja veglegt hús utan um þær og önnur listaverk landsins. Jeg var á móti 4 þús. kr. fjárveitingunni í fyrra, vegna, þess, að jeg þóttist sjá, að það kæmi að litlu gagni að flytja myndirnar heim, nema þeim væri strax sjeð fyrir sæmilegu húsrúmi. Eiginlega verð jeg að líta svo á, að það hafi verið til þess, að tæla menn til að greiða atkvæði með fjárveitingunni, að verið var að telja mönnum trú um, að hægt væri að una í bráð við ljelegan járnskúr utan um þær. Enda hefir það nú komið á daginn, því að það er að nokkru leyti skilyrði frá hálfu gefandans, að listaverkin verði geymd í húsi, þar sem hægt sje að sýna þau. Fjárlaganefndinni hefir borist uppdráttur af slíku húsi, sem haldið er að muni kosta 8–10 þús. kr. Uppdrátturinn er eftir Guðjón Samúelsson. — Það er ekki í fyrsta skifti, þegar verið er að koma til leiðar fjárveitingum, að farið er að eins og hjer hefir verið gjört. En hvað sem því líður, það er komið sem komið er. Nú getur það ekki talist sæmilegt fyrir landið að kippa að sjer hendinni, og nefndin álítur, að ekki sje undanfæri að veita fje til viðunandi húss utan um safnið. Það er ætlast til, að húsið verði bygt svo, að hægt verði að stækka það í framtíðinni, og einnig er ætlast til, að Einar Jónsson geti haft þar húsrúm fyrir myndasmíði sitt.

Að öðru leyti tel jeg ekki þörf að gjöra grein fyrir brtt. nefndarinnar, fyrr en jeg kem að lánagreininni. Þar á nefndin till. um nokkrar viðætur. Eins og tekið er fram í nefndarálitinu, hefir nefndin ekki mikla trú á að hægt verði að veita þau lán, en þó ekki óhugsandi. Þar er einnig tekið fram, að það sje alls ekki tilætlunin, að þingið með þeim vilji þrengja að stjórninni með þær greiðslur, sem hún þarf að hafa fyrir landið.

Þá er fyrst að telja lánsheimild til Davíðs Stefánssonar í Fornahvammi, 2000 kr., til húsabóta á jörðinni, vegna gestaganga. Nefndin telur vert að hjálpa honum til að koma upp húsrúmi til þess að hann geti tekið vel á móti gestum. Auðvitað er ætlast til, að lánið gangi til bygginga, sem eru nauðsynlegar um fram það, sem hann þyrfti, ef enginn gestagangur væri hjá honum.

Þessi lánsheimild hefir meðmæli póstanna og annarra, sem tíðum fara þar um.

Næst er að telja lánsheimild til Ólafs Jónssonar prentmyndasmiðs, til þess að koma upp prentmyndastofnun í Reykjavík. Ýmsir nefndarmenn líta svo á, að nauðsynlegt væri að hafa slíka myndagjörð í landinu sjálfu, því að myndir eru nú mjög farnar að tíðkast í íslenskum blöðum og bókum, og því erfitt að fá þær allar gjörðar í útlöndum. Sama gildir um vörumerki, sem menn þurfa að láta prenta. Ólafur Jónsson hefir lært þetta handverk til fullnustu, en mun tæplega vera svo efnum búinn, að hann geti komið fyrirtækinu á fót. En nú hefir hann fengið sjer til styrktar prentarana í prentsmiðjunni Gutenberg, sem lofað hafa að standa á bak við fyrirtækið. Hefir hann þar traust þeirra manna, sem helst skyldi.

Þá hefir nefndin lagt það til, að lækninum á Siglufirði verði veitt 2500 kr. lán til hússbyggingar. Hann er búinn að byggja húsið fyrir nokkru, en það hafa verið vafningar með að fá lánið. Áður fyrr hefir það verið algengt, að læknar fengi sams konar lán, án þess að þurfa að leita til þingsins. En í þetta skifti hefir stjórnin neitað að veita það upp á sitt eindæmi, talið sig bresta heimild til þess, eina og nú stæði á. Þess vegna hefir nefndin tekið þessa lánaheimild upp. Sama er um lækninn í Austur Skaftafellssýslu að segja. Hann hafði farið fram á 6000 kr. lán, en nefndinni fanst það rjettara að binda lánsheimildina við þá upphæð, sem venjulega er veitt í sams konar tilgangi, 2–4000 kr. og leggur því til, að honum sje veitt 3000 kr. lán. Vitanlega á aldrei að lána fult verð út á húsin.

Þá kem jeg að einni af stærri lánsheimildunum, sem nefndin mælir með. Það er 20 þús. kr. lán til raflýsingar Húsavíkurþorps. Það er nú svo komið, að kaupstaðir og hvert kauptúnið á fætur öðru er farið að hugsa til að koma upp hjá sjer raflýsingu. Þetta er merkismál og má ekki vera stuðningalaust af landinu, enda hefir verið veitt áður lán í þessum tilgangi, bæði til Seyðisfjarðar, Víkur og fleiri kauptúna, að jeg held. Jeg álít, að þetta sje alveg sjálfsagt. Má vera að einhver segi, að hjer sje í alt of mikið ráðist, því að vitanlega verði þá að veita öllum kauptúnum, þar sem líkt stendur á, lán í þessum tilgangi, en jeg hygg að málið sje svo mikils vert, að rjett sje af stjórninni að vera við búin þeim afleiðingum, jafnvel þótt það kosti sjerstaka lántöku fyrir landið. Bankalán fá hjeruðin ekki með þeim kjörum, að þau treysti sjer til þess að leggja út í svona fyrirtæki, eingöngu með slíkum lánum.

Þá er loka lánaheimild til Árnesinga, 50 þús. kr., til áveitu úr Þjórsá á Skeiðin. Þetta verk er svo undir búið, og verður þó betur, að það má treysta því, að það verði að gagni, en sýsluna skortir megin til þess að kom því fram, nema landið hlaupi undir bagga með lán. Það var sótt um 70 þús. kr. lán í þessum tilgangi. Nefndin hefir viljað sýna lit á því, að verða við beiðninni að nokkru leyti, og hefir því lagt til, að 50 þús. kr. lán verði veitt. Þetta er merkilegt mál, en engin von til þess, að sýslan geti fengið nóg og viðunandi lán annarsstaðar en í landssjóði þessi fyrirhuguðu lán hefir nefndin viljað binda við 5% vexti, og vill því eðlilega sníða hinar lánaheimildirnar, sem í frv. standa, eftir því.

Þá eru viðaukatillögur við 22. gr. frá nefndinni. Í fyrsta lagi vill hún heimila stjórninni að kaupa ræmuna af Melkotalóð meðfram Suðurgötu á kr. 1,50 pr. ¢ al. Að vísu er þessi ræma svo mjó, að ekki verður hús bygt þar, en hún eykur lóðina við ráðherrabústaðinn, og nokkurn hluta lóðarinnar má selja aftur. Enn fremur vill hún heimila stjórninni að kaupa Landsbankarústirnar ásamt lóð, eftir brunabótavirðingarverði, og borga það með 1200 ¢ al. lóð í Arnarhólatúni. Það er eftir ósk ráðherra, að nefndin leggur þetta til. Aftur á móti álítur hún, að ekki taki til hennar spurningin um það, hvort heppilegt sje að reisa bankann á öðrum stað, en verði það gjört, þá áleit hún heppilegra, að landið slepti ekki gömlu lóðinni. Tillögu hennar ber að eins að skilja á þenna eina hátt. Í heild sinni tekur hún enga afstöðu til þess, hvort rjett sje að flytja bankann eða eigi. Vilji þingið skifta sjer að einhverju leyti af því máli, þá getur það gjört það, og eru atkvæði nefndarmanna óbundin um það.

Um 3, lið er svo glögt talað í nefndarálitinu, að jeg þarf ekki frekar að minnast á hann.

Þá heimilar 4. liður stjórninni að taka 65 þús. kr. lán, til þess að endurbæta talsímastöðina í Reykjavík, útvega henni svokallaðan »kvartautomat«. Það er enginn vafi á því, að hagur verður að þessari endurbót. Stöðina verður að stækka innan skamma, og jafnframt verður ekki hjá því komist, að endurnýja áhöld hennar, annað skiftiborðið o. s. frv. Næsta ár mundi þurfa að fá 2 skiftiborð, er kosta 10 þús. kr. Það fje mundi sparast, ef þessi breyting yrði gjörð. Enn fremur er það, að í áætluðum kostnaði við þenna kvartautomat eru 1000 ný talsímafæri, sem þarf í sambandi við hina nýju tilhögun. Gömlu talfærin, sem eru nú ca. 600, mætti þá selja út um landið, og mundi fást ca. 40 kr. fyrir hvert. Nefndinni er það ljóst, að þessi umbreytni er til stórra bóta og sparnaðar, og mælir því eindregið með því, að þessi brtt. verði samþykt.

Loks hefir nefndin fallist á það, að heimila Landsbankanum að greiða fyrv. bankastjóra Stefáni Stephensen á Akureyri 400 kr. eftirlaun í næstu tvö ár. Nefndin vill ekkert um það segja, hvort þessu skuli haldið áfram sem reglu. En líklega verður fyrirkomulag bankans athugað bráðlega, samkvæmt rökstuddri dagskrá þessarar deildar, og þá væntanlega tekið til íhugunar um leið, hvort sú kvöð eigi að leggjast á bankann framvegis, að gjalda starfsmönnum sínum eftirlaun. Þetta vildi jeg benda hæstv. stjórn á.

Þá kem jeg að brtt. einstakra þm. Skal jeg fyrst leyfa mjer að minnast á brtt. frá háttv. þm. Dal. (B. J.) á þskj. 399, sem fer fram á 1000 kr. styrk fyrra árið til Alexanders Jóhannessonar, til þess að halda fyrirlestra um nýjustu uppgötvanir í þýskri hljóðfræði. Nefndin hefir ekki getað fallist á þessa brtt. Hún hafði haft til athugunar umsókn frá þessum manni, en sá sjer ekki fært að verða við henni.

Þá er brtt. á þskj. 433, frá hv. þm. N.-Þing. (B. S.), um 3000 kr. styrk til Einars Hjaltested, til þess að fullkomna sig í sönglist. Þessi maður mun nú vera staddur í New-York. Hann er í talsverðu áliti, og menn voru tvískiftir í nefndinni um þessa brtt. Sem heild leggur nefndin henni ekki hindranir í götu, en lætur það laust og bundið, hvernig nefndarmenn greiða atkvæði — mælir hvorki með henni nje mót.

Sama er að segja um brtt. frá háttv. 2. þm. Rvk (J. M.) um 800 kr. styrk hvort árið til magister Boga Th. Melsted. Nefndin hafði haft umsókn frá þessum manni, en ekki fundið ástæðu til þess að taka hana til greina. En atkvæði nefndarinnar um þessa brtt. eru alveg óbundin.

Þá er loks á þgskj. 416 brtt., er fer fram á 3000 kr. styrk hvort árið til dr. Guðm. Finnbogasonar, til þess að endurbæta vinnubrögð í landinu. Þessi till. hefir áður verið þrautrædd, og þarf jeg ekki tala frekara um hana.

Þá kem jeg að brtt. við 16. gr. Hv. 1. þm. Árn. (S. S.) hefir komið fram með brtt. við brtt. nefndarinnar, er hafði lágt það til, að styrkurinn til búnaðarfjelaga fjelli niður bæði árin næstu. Brtt. hv. þm. fer fram á það, að styrkurinn sje að eins burtu feldur fyrra árið. Þessi tillaga var rædd í nefndinni, og ljet hún atkvæði nefndarmanna óbundin um þessa brtt. En meiri hluti hennar vildi samt spara þenna styrk bæði árin.

Þá hefir háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) lagt það til, að fella burtu tillagið til rannsókna á járnbrautarstæði austur um sýslur. Um þetta voru skiftar skoðanir í nefndinni. Meiri hlutinn vildi láta styrkinn haldast, en atkvæði nefndarmanna eru óbundin um þessa tillögu.

Þá hefir háttv. 2. þm. Eyf. (St. St.) farið fram á það, að laun þess manns, sem leiðbeinir bændum í húsagjörð, sjeu færð úr 1000 kr. upp í 1500 kr. Nefndin hefir þar farið meðalveg og leggur það til, að launin sjeu ákveðin 1200 kr. Annars lætur hún sjer þetta ekki á miklu standa. — Það er auðvitað, að þessi maður hefir lítið úr býtum að bera, jafnvel í samanburði við þá menn, er stunda almennar smíðar. Hún lætur sig því litlu skifta, hvor tillagan verður samþykt.

Þá er brtt. frá hæstv. ráðherra viðvíkjandi ullarmatsmönnum, á þgskj. 425. Sú tillaga fer fram á styrk til þess að leiðbeining um meðferð og verkun ullar geti haldið áfram, og maður sje fenginn til þess að koma ullarmatslögunum í framkvæmd. Nefndin fjelst á skoðun þá, er liggur til grundvallar fyrir brtt. hæstv. ráðherra, að efni til, þar sem upphæðin í stjórnarfrv. virðist alt of lág. En hún vildi hafa fyrirkomulagið nokkuð öðru vísi. Þess vegna hefir hún komið fram með brtt. á þgskj.456, er fer fram á það, að veittar sjeu 1200 kr., auk ferðakostnaðar, fyrra árið, til leiðbeiningar í ullarverkun og til þess að koma ullarmatslögunum í framkvæmd. Þetta taldi nefndin nægilegt. Að öðru leyti standa liðir hennar óbreyttir. Eftir samtali, er jeg hefi átt við hæstv. ráðherra, vænti jeg þess, að hann taki brtt. sína aftur.

Þá eru framkomnar 3 brtt. viðvíkjandi fjárframlaginu til brimbrjótsins í Bolungarvík. Ein er frá háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) um það, að fella fjárveitinguna burtu. Nefndin hefir ekki getað fallist á þessa brtt. Hún vill að upphæð sú; er í frumv. stendur, haldist óbreytt, en þeirri athugasemd sje við bætt, að hjeraðið leggi jafnmikið á móti. Við þessa skoðun sína heldur nefndin fast. Háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) hefir komið fram með tvær brtt. hjer að lútandi. Hin fyrri fer fram á það, að veittar sjeu 15 þús. kr. hvort árið. Nefndin getur ekki fallist á þá brtt., enda ólíklegt, að hjeraðið geti lagt svo mikið á móti. Hin síðari fer fram á það, að fjárupphæð frumv. haldist, en skilyrðið fyrir veitingunni sje það eitt, að verkið sje framkvæmt eftir fyrirsögn verkfróðs manns. Nefndin getur heldur ekki fallist á þessa brtt. Hún verður að telja það mjög athugavert, ef þingið veitti þetta fje, án þess að setja ofannefnda athugasemd nefndarinnar við það. Það er nú búið að fá fullkomna áætlun um það, að verkið muni kosta alt 225 þús. kr. Ef þingið nú setur engin skilyrði fyrir fjárveitingunni um fjárframlag á móti, þá skapar það fordæmi fyrir sams konar veitingum næstu ár og tekur fyrirtæki þetta að öllu leyti á herðar landssjóðs.

Á þgskj. 373 er brtt. um að fjárveiting til uppmælinga á innsiglingu til Borgarness og Skógarness verði sett á fyrra árið, en nefndin hafði lagt til að hafa fjárveitinguna síðara árið. Þetta stendur náttúrlega ekki á miklu. En nefndin leit svo á, að heppilegra væri að hafa fjárveitinguna síðara árið, sökum þess, að fremur ólíklegt er, að hægt verði að fá herskip til þess að rannsaka innsiglingarnar á meðan á stríðinu stendur, en allar líkur til þess, að það standi að minsta koati fram á næsta ár.

Þá eru eftir brtt. á þgskj. 409 um styrk til bátabryggju á Blönduósi, og á þgskj. 436, um styrk til bryggjugjörðar í Búðardal og Salthólmavík. En þar skiftir mjög í tvö horn. Brtt. á þgskj. 409 gjörir ráð fyrir 2/3 kostnaðar annarsstaðar frá, en brtt. á þgskj. 436 að eins helmingi kostnaðar. Enn fremur er sá munur á, að nefndin hefir sjeð bæði teikningar og áætlanir um bryggjuna á Blönduósi og heyrt verkfræðing landsins fullyrða, að bryggjan geti bæði staðist brim og ís. Aftur á móti hefir nefndin ekki sjeð neitt þess. háttar um þessar fyrirhuguðu bryggjur í Dalasýslu, heldur að eins fengið um þær nokkurar línur frá háttv. þm. Dal. (B. J.), útdrátt úr þingmálafundargjörðum. Nefndin verður því að álíta, að þessar bryggjur í Dalasýslu komi alls ekki til mála með slíkum undirbúningi. Og af fjárhagslegum ástæðum heldur hún því fram, að allir þessir bryggjustyrkir verði að bíða. En þótt nefndin treysti sjer ekki til að leggja með þessum styrkveitingum, þá er það að eins af fjárhagslegum ástæðum, sjerstaklega að því er snertir bryggjuna á Blönduósi. Enn fremur er þess að geta um bryggju á Blönduósi, að áður hefir verið veitt til bryggju þar talsvert fje úr landasjóði, og er enn svo að sjá, að ekki sje búið að bíta úr nálinni með það.

Þá hefi jeg minst á allar þær brtt., sem fram voru komnar, þegar atkvæðaskráin var samin. En síðan hefir ein tillaga bætst við, sem sje brtt. á þgskj. 496, frá háttv. þm. Dal. (B. J.), um að styrkurinn til skálda og listamanna verði ekki færður niður í 9000 kr., eins og nefndin leggur til, heldur niður í 12000 kr. Stjórnin hafði tiltekið þenna lið 14000 kr., en þar af kleip nefndin 5000 kr. hvort árið, til þess að reisa hús yfir listaverk Einars Jónssonar. Upphæðin er því í rauninni sú sama sem í stjórnarfrumv., og mun nefndin ekki víkja frá þessari tillögu sinni.

Sömuleiðis hefir bætst við brtt. á þgskj. 497 frá hæstv. ráðherra um 2500 kr. styrk til rannsóknar á væntanlegri Flóaveitu. Þá tillögu hefir nefndin ekki haft til meðferðar, og get jeg því engu um hana lofað fyrir nefndarinnar hönd. En væntanlega koma fram skýringar frá hæstv. ráðherra um þessa tillögu. Það er vert að minnast þess, að þetta mál, Flóaáveitan, hefir þegar kostað landssjóð talsvert fje.

Mjer hefir láðst að minnast á brtt. við 21. gr. frá háttv. þm. A.-Sk. (Þ. J.) um hækkun á láni til læknisseturs í Hornafirði, og frá háttv. þm. Mýr. (J. E.) um breyting á skilyrðum fyrir láni til bóndana í Fornahvammi. Nefndin hefir tekið tillögur þessar til meðferðar og ræður deildinni til að samþykkja þær.