17.08.1915
Neðri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (1473)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Pjetur Jónsson :

Háttv. framsm. minni hlutans (J. M.) drap á það, að sjerstakar kringumstæður liggi til þess, að nú. þurfi meiri seðla en ella, og að nú sje meira selt innanlanda af vörum upp á borgun en vanalega á sjer stað. Þetta er alveg rjett, og mjer virtist hann jafnvel leggja of litla áherslu á þetta atriði, því að við þessa þörf verður seðlamagnið að miða, og það er sýnilegt, eftir því sem nú er, að þá horfir til fullkominna vandræða, ef ekki fæst sú aukning seðlafúlgunnar, sem háttv. minni hluti leggur til, og jafnvel þótt hún fengist, er jeg hræddur um, að hún hrökkvi ekki til. Það hefir verið bent á það hjer, að verð hafi hækkað á útflutningsvöru, en ekki hve mikið það hefir hækkað. Ullin er nú álíka mikil og vant er, en í helmingi hærra verði, og allar líkur eru til, að kjötið verði með mesta móti og sjálsagt 1/3 hærra en venjulega. Fiskur verður verðhærri en í meðalári. Loks er nú búið þegar að afla yfir 200 þús. tunnur af síld, og mun það vera. með mesta móti um þetta leyti, og hún ½ hærri í verði en vanalega. Alt þetta gjörir það að verkum, að seðlar í umferð hljóta að vera með langmesta móti, og það sýndi sig þegar í fyrra, að ekki var vanþörf, á aukningunni þá.

Það varðar nú mestu í þessu máli, að tryggingin sje góð gagnvart seðlunum. Jeg er nú á þeirri skoðun; að það sje engin áhætta að veita seðlabanka leyfi til að gefa út svo mikið af seðlum, sem hann vill, gegn málmtryggingu, sem bankafróðir menn álíta nægilega, og eins gegn góðum bankatryggum. Nú eru það eiginlega vörur landsins á móti seðlafúlgunni, svo að í þessu tilfelli er verðmætið til í landinu sjálfu svo miklu ríkulegra en áður. Ef menn gæta að því, hver munurinn er frá því, sem áður var, þar sem alstaðar er 1/3–½ meira verðmæti, þá., liggur . í þessu bæði meiri trygging og, meiri þörf jafnframt.

Hitt þarf ekki að ræða um, hve heimskulegt það er að flytja inn útlenda seðla. Því fylgir mikill kostnaður, og það er skrítið, að menn, sem kalla sig Sjálfstæðismenn, skuli endilega vilja vera upp á aðrar þjóðir komnir með verðmiðla, og miðla afl útlendinga þeim gróða, sem af því flýtur. Það er álíka og ef við bæðum Dani að koma og hjálpa okkur til að veiða hjerna í landhelginni. —