11.08.1915
Neðri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1087 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Bjarni Jónsson :

Jeg vil að eins taka það fram út af ummælum háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.), að í mínum orðum fólust engin brigsl til Sjálfstæðismanna. Jeg talaði þau til allra þeirra manna, er kveða þá sömu vísu sem jeg gat um.

Út af ræðu háttv. þm. V.-Sk. (S. E.) skal jeg geta þess, að jeg er þess albúinn að flytja með honum viðaukatill. við 2, umr. málsins, þar sem forngripavörður sje tekinn með í frv., ef það að eina er hægt formsina vegna.