12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1348 í B-deild Alþingistíðinda. (2104)

95. mál, stofnun Landsbanka

Forseti:

Í sambandi við þessa atkvæðagreiðslu, skal jeg leyfa mjer að vekja athygli háttv. þingmanna á 42. gr. þingskapanna, um skyldu þingm. að greiða atkvæði, sjerstaklega við nafnakall. Að vísu geta þingmenn hliðrað sjer hjá atkvæðagreiðslu með því, að leiða rök að því. En ef slík rök koma ekki fram, eða eru eigi tekin gild, er úrræðið, að telja þingmennina með meiri hlutanum. Nú getur staðið svo á, að atkvæði sjeu jöfn, og því enginn meiri hluti, eða að hvorki með nje móti sje meira en helmingur af atkvæðum þeirra þm., sem á fundi eru, og þá eru úrslit málsins að miklu leyti komin undir tilviljun, sem auðsjáanlega er gagnstætt anda þingakapanna. Þetta vil jeg biðja háttv. þingmenn að hugleiða.