31.07.1915
Neðri deild: 21. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (2199)

54. mál, póstsparisjóðir

Sigurður Gunnarsson:

Jeg sje að það er merkismál, sem hjer er fram komið. Það kemur frá nefnd, sem sett var um daginn í öðru máli, sparisjóðanefndinni. Það mun nú ekki vera vani, að frumv., sem koma frá heilum nefndum, sjeu fengin nýrri nefnd til athugunar, en mjer sýnist af ýmsum ástæðum rjett, að athuga þetta frumv. sem best, og vildi jeg því gjarna heyra hvað háttv. flutningsm. (G. H.) segir því viðvíkjandi.