24.08.1915
Neðri deild: 41. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1537 í B-deild Alþingistíðinda. (2274)

74. mál, skipun prestakalla

Sigurður Gunnarsson:

Eftir að hafa heyrt ræðu háttv. þm. Mýr. (J. E.) vil jeg að eins segja það, að ef hjer á Alþingi er almennur jafnmikill misskilningur á trúmálunum, eilífðarmálunum, eins og þar lýsti sjer, — ja, þá er æðstu stjórn þeirra mála illa komið í höndum Alþingis Íslendinga.