23.08.1915
Efri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í B-deild Alþingistíðinda. (274)

25. mál, rafmagnsveitur

Framsm. (Guðm. Björnson) :

Það eru ekki miklar breytingar, sem Nd, hefir gjört við frv. þetta, en þó getur nefndin hjer ekki fallist á þær. Annars er ekki miklu við að bæta það, sem áður hefir sagt verið, en almenningi ætti að skiljast, að það er ekki rjett, að selja af hendi einkarjettindi fyrir mjög langan tíma, og það er álitið, að hægt sje að fá mörg fjelög til þess að byggja stöðvarnar, þó einkaleyfið sje ekki nema til 15 ára. Af því reynsla er fyrir því, að sveitafjelögin kunna ekki enn eina vei að meta rjettindi sín, sem skyldi, þá: viljum við, að haldið sje fast við 15 ára ákvæðið.

Þá er ákvæðið um yfirmatið. Báðum kemur saman um að yfirmatsins sje þörf, en ósamkomulagið er um það, hvernig meta skuli. Það liggur í augum uppi, að austur í fjörðum veit ekki yfirdómurinn hjer í Reykjavík hverja velja skuli, og jafnframt verður kostnaður meiri við að senda menn hjeðan til þess. Verður því að halda fast við það, að aðiljar tilnefni sinn manninn hver, og landsyfirdómur þann þriðja. Álít jeg hagsmunum sveitarfjelagsins betur borgið með þessu, og vona jeg að hv. deild samþykki þetta, og Nd. gjöri það ekki að neinu kappsmáli, svo að frv. nái fram að ganga.