10.08.1915
Efri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Guðmundur Björnson :

Þetta mál er vissulega þess vert, að það sje rækilega íhugað. Það mátti öllum vera ljóst, að fyrr eða síðar ræki að því, að þessar kosningar yrðu gjörðar leynilegar. Til þess liggur sama ástæðan, sem olli því, er breytavarð aðferðinni við kosningar til Alþingis og bæjarstjórna. Ástæðan er jafnan sú, að þegar kapp er komið í menn við kosningar, þá er nauðsynlegt að þær sjeu gjörðar leynilegar. Raunar er það vitanlegt um. hreppsnefndir, að flestir taka nauðugir við þeim starfa og enginn býður sig fram,. svo fyrir þá sök er lítil ástæða til að gjöra. hreppsnefndarkosningar leynilegar. Hitt vitum við full vel, að kappið í kauptúnum við bæjarstjórnarkosningar er engu minna en við Alþingiskosningar. Kauptúnin eru stærstu hreppar landsins, og þar er óhjákvæmilegt að hafa leynilegar kosningar. En hjer er einnig annars að gæta við kosningar, þegar verulegt kapp er komið í menn, hvort sem það eru pólitísku flokkarnir eða innanfjelagsmál, sem skifta mönnum, þá er full þörf á hlutfallskosningu. Hlutfallskosningar eiga að varna því, að meiri hluti geti borið minni hlutann algjörlega ofurliði og útilokað alla hans menn. Aðalgallinn á frumvarpinu er því að mínu áliti sá, að þar er ekki gjört ráð fyrir hlutfallskosningu. Því þótt kosningu sje hagað líkt og segir fyrir um í frumvarpinu,. þá er ekki fyrir girt, að harðsnúinn meirihluti geti algjörlega útilokað minni hlutann,. og það þótt munurinn á meira og minna hluta sje mjög lítill. En þá kemur að því vandaverki,. að finna hentuga hlutfallskosningaraðferð. Það er öldungis rjett hjá hv. 1. kgk. þm. (E. B.), að margt mælir með því, að sama aðferðin sje höfð um land alt, t. d. sú, sem nú er notuð í kaupstöðunum. Það mundi að líkindum ljetta undir að koma henni á. En það eru til aðrar aðferðir en sú, sem hjer hefir tíðkast og reynst misjafnlega, enda ekki víst, að sama aðferðin eigi alstaðar jafn vel við. Jeg vildi minna háttv. deildarmenn á það, að aðalgallinn á þeirri aðferð, sem nú er notuð í kaupstöðum hjer á landi, er sá, að aldrei er um aðra að velja en þá, sem bjóða sig fram, enda þótt allir sjeu skyldir að taka við kosningu. Þetta er stór galli, og það mun einhvern tíma koma í ljós, að einn stærsti gallinn á stjórnarskrá vorri er einmitt sá, að engir eru í kjöri til Alþingis aðrir en þeir, sem gefa kost á sjer. Jeg vildi nú skjóta því til háttv. deildarmanna, hvort ekki muni auðið að synda fyrir þetta sker, sem við höfum rekið okkur á í bæjunum. Mjer líkar það vel við frumvarpið, að hver kjósandi fær lista yfir alla kjörgenga menn og má velja úr. En þá kemur vandinn, að koma þessu heim við hlutfallskosninguna. Jeg hygg að jeg geti bent nefndinni á aðferð, sem getur . sameinað þetta hvorttveggja. Aðferðin er í stuttu máli þessi; Jeg á að kjósa 5 menn og hefi 5 atkvæði. Þá ræð jeg hvort jeg kýs 5 menn, eða gef einum manni öll mín 5 atkvæði. Sje þessi aðferð notuð, þá getur minni hlutinn ávalt komið einhverjum af sínum mönnum að, með því að gefa einum eða tveimur mönnum öll sín atkvæði. Þessi aðferð á mæta vel við það fyrirkomulag, sem hjer ræðir um.

Jeg álít ekki að rjett sje, að vísa málinu bug, en jeg ræð háttv. flutningsmanni (G. Ó.) til að taka það út af dagskrá, svo (háttv. deildarmönnum gefist kostur á, að íhuga alt það nánar, sem fram hefir komið hjer í deildinni í dag um málið. Það er svo margt gott í þessu frumvarpi, að jeg hygg, að auðvelt muni vera að lagfæra það svo, að allir megi vel við una.