11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 648 í B-deild Alþingistíðinda. (708)

3. mál, kosningar til Alþingis

Guðmundur Björnson:

Það eru að eins örfá arð. Hæstv. ráðherra taldi það ráðlegast að draga birtingu stjórnarskrárinnar, og að best væri að sá tími yrði sem stytstur, sem þingmannalaust yrði. Þetta er að vísu alveg rjett, en haggar þó ekki að neinu leyti því, er jeg sagði, að það væri skylda þingsins að láta fara fram nýjar kosningar sem fyrst. Þess vegna hefir Alþingi enga afsökun, og getur ómögulega forsvarað það fyrir þjóðinni, að draga kosningarnar fram á næsta haust. Því. fyrr sem stjórnarskipunarlögin eru birt, því fyrr er hægt að kjósa. Það sem jeg held fram að eigi að gjöra, er einmitt það,. að birta lögin sem fyrst — og kjósa nýja þingmenn sem fyrst. Í fyrra var ákveðið að kjósa í mars og júní, og hæstv. ráðh. sagði, að það hefði verið af því, að þá vissu allir að það átti að vera þing í sumar. En nú vitum við líka, að það er mjög líklegt, að aukaþing þurfi að halda að sumri, og þess vegna er nú jafn nauðsynlegt að kosningar fari fram svo snemma að á næsta sumri verði til nýkosið þing. Sumarið er heppilegasti tíminn, til þess að halda þing, og það getur verið nær ómögulegt að vetrinum. Það er ekki hægt að spá neinu um ófriðinn, en við vitum þó,. að hann getur haldist fram á haust eða lengur

Jeg verð að endurtaka það, að það er mikill ábyrgðarhluti fyrir hv. Alþingi, að lengja umboð þingmanna svona fram úr öllu hófi, en það er það eitt, og annað ekki, sem hjer er verið að gjöra. Jeg get ekki annað en mótmælt því. Jeg verð að mótmæla því tiltæki þingsins eindregið.