14.09.1915
Efri deild: 61. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (776)

150. mál, bráðabirgðaverðhækkunartollur

Framsm. (Björn Þorláksson):

Það eru ekki nema örfá orð, sem jeg þarf að segja, því hv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.). og hv. 2. þm. Skagf. (J. B.) hafa þegar svarað flestu, sem svara þurfti í ræðu hv. þm. Vestm. (K. E.). Þó er það eitt atriði,: sem jeg vildi minnast á. Í fyrri ræðu sinni, þar sem hann var að kvarta fyrir sjómenn, lagði hann mikla áherslu á dýrtíðina og hversu miklu dýrara væri nú; að afla og verka fisk en áður. Þetta er að vísu alveg rjett, en aðgætandi er þó jafnframt, að alt hefir hækkað í verði í landinu. Hv. þm. Vestm. (K. E.) virðist: gleyma því, að nú er dýrara að framleiða, ull og kjöt en verið hefir, að líkindum til tölulega eins miklu dýrara og fiskframleiðslan. Það eru líka margir fátækir menn í sveitunum, margir, sem ekki hafa nema fátt fjár til að lóga í haust, svo þeir gætu orðið hins háa verðs aðnjótandi. Jeg held því, að rjettast muni vera að gjöra ekki mikinn mun á sveita- og sjáv.- bóndanum, eða kostnaðinum við framleiðsluafurða hvors um sig. En jeg held að þetta hundraðsgjald, sem hv. Nd. óefir samþykt, sje nokkurn veginn sanngjarnt, og tjái ekki að raska því.

Hv. þm. Vestm. (K. E.) sagði, að jeg hefði fullyrt, að það yrði málinu að falli, ef það væri sent aftur til hv. Nd. Jeg hefi aldrei fullyrt neitt slíkt, en hitt er rjett, að jeg lýsti hræðslu minni um það, að svo mundi fara, og má það vera, að orsökin hjá mjer sje sú, að maður er ávalt hræddur um það, sem manni þykir vænt um, jeg er þessu frv. mjög fylgjandi, og vildi ekki á neinn hátt stofna því í háska. Hv. þm. Vestm. (K. E.) var ekki svona hræddur um að forlög frv. yrðu þessi, þó það færi aftur til hv. Nd., enda mun honum ekki vera sjerstaklega ant um frv. Því vel mátti skilja orð hans svo, sem hann áliti enga nauðsyn bera til að útvega neinn tekjuauka fyrir landssjóð.

Hv. 2. þm. G.-K. (K. D.) sagði ekki mikið, en þó vildi jeg minnast á eitt atriði, sem hann drap á.

Hann saknaði þess í frv., að ekki væru nein ákvæði í því á þá leið, að fjenu skyldi varið til þess að bæta úr dýrtíðarneyð manna. Það er vitanlega alveg rjett, að slík ákvæði eru ekki til í frv., enda eiga þau ekki heima þar og ilt að koma þeim við. En eins og mönnum er kunnugt, þá var næsta mál á undan á dagskránni einmitt um slíkar ráðstafanir, sem sje að veita embættis og sýslunarmönnum landsins slíka launauppbót, en það er ekki hægt, nema tekjur sjeu útvegaðar á einhvern hátt.

Fleira held jeg, að jeg þurfi ekki að taka fram, en vona að hv. deild felli þessar brtt., er fram eru komnar.