06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

141. mál, þingfararkaup alþingismanna

Flutnm. (Guðmundur Björnson):

Jeg gjörði á síðasta fundi grein fyrir frumv. þessu. Ástæðan til þess eru afskifti Alþingis af kjörum opinberra starfsmanna og afskifti þess af kjörum háttv. alþingis- manna sjálfra. Mjer er engin launung á því, að jeg tel, að háttv. Alþingi ætti að samþykkja frv. þetta. Ef það er felt, þá er mikil ástæða fyrir alþjóð manna að athuga, hvernig Alþingi meðhöndlar aðra og hvernig það meðhöndlar sig sjálft.

Þegar jeg kom fram með brtt. mína, um tillögur yfirskoðunarmanna, þá gjörði jeg ráð fyrir því, að sú tillaga yrði feld, og jeg hefi einnig gjört ráð fyrir, að þetta frv. verði felt. Hið fyrra reyndist rjett, og jeg býst við, að hið síðara reynist það líka, og þá er tilganginum náð.

Því það getur ekki hjá því farið, og það er þriðja áætlun mín, að af þessu leiði einhver eftirmál, eftirmál er veki alþjóð manna til umhugsunar um meðferð mála hjer á Alþingi. Og það er einmitt það, sem jeg vil.

Það er ekki nóg fyrir Alþingi, að skúta út opinbera starfsmenn og troða þá niður, það þarf líka að gæta sóma síns.