21.07.1915
Efri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 832 í B-deild Alþingistíðinda. (969)

20. mál, stjórnarskrármálið

Björn Þorláksson:

Jeg verð að lýsa yfir því, að jeg er á annari skoðun en háttv. þm. Vestm. (K. E.). Það er þegar búið að taka mál þetta út af dagskrá áður, og sams konar mál hefir verið í Nd., og þar verið eytt í það 2 dögum frá störfum þingsins, og vildi jeg því, að málið gengi fram í dag. Hygg jeg, að málið þyrfti ekki að koma í bága við störf fjárlaganefndarinnar í dag, því það ætti að geta verið útrætt áður, enda gæti það eins rekist á önnur áríðandi störf á morgun. Sem flutningsmaður krefst jeg því þess, að málið sje ekki tekið út af dagskrá; en vísa þessu annars til háttv. forseta.