11.01.1917
Neðri deild: 21. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

11. mál, vátrygging sveitabæja og annarra húsa í sveitum

Sveinn Ólafsson:

Jeg verð að vera háttv. nefnd þakklátur. Nefndarálitið gengur í sömu átt og frv. mitt. Ástæður nefndarinnar eru hinar sömu og ég gjörði grein fyrir í framsögu minni. Breytingar nefndarinnar eru mestmegnis orðabreytingar. Sú breyting, að fella burt „erlendu“ í stað þess að bæta við „eða innlendu“, er að mínu áliti heppileg og fer vel á henni. Aðalbreytingin er við 5. gr. laganna frá 20. okt. 1905. Mjer hafði láðst að taka upp í frv. breytingu við þá grein, en nú hefir nefndin gjört þessa brtt. við 5. gr. laganna, sem er sjálfsögð fyrir samkvæmni sakir, en breytir í engu anda laganna. Jeg er sannfærður um, að lögin í þessari mynd muni gjöra betra gagn, og vona, að notkun þeirra verði nú almennari. Vil jeg svo eigi fara fleiri orðum um frv., og vona jeg, að það verði samþykt.