05.09.1917
Neðri deild: 52. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1728 í B-deild Alþingistíðinda. (1620)

169. mál, aðflutningsbann á áfengi

Sveinn Ólafsson:

Að eins nokkur orð til háttv þm. Stranda. (M. P.). Hann bar kvíðboga fyrir því, að ef tillaga mín yrði samþykt og 14. gr. numin burt úr frv., þá mundu menn skoða það sem hvöt til að nota sjer ákvæðisleysi laganna um þetta atriði. Þetta ber vott um það, að háttv. þm. Stranda. (M. P.) lætur sjer mjög ant um bannlögin, og get jeg ekki annað en látið honum í ljós viðurkenningu mína fyrir það. En í þakklætisskyni fyrir þessa umhyggju get jeg sagt það, honum til hughreystingar og uppörvunar, að þetta ákvæði hefir aldrei í lögum staðið hjer á landi, en þó er þeim altaf að fækka, sem sjást ölvaðir á almannafæri. Það eru óskráð lög, sem þessu valda, almenningsálitið. Fyrir 40 árum þótti vegsauki að því að vera kendur. Nú þykir að því minkun. Þessi almenningsdómur stendur ofar allri löggjöf, og mun háttv. þm. Stranda. (M. P,) una honum vel og ásamt mjer geta unað því, að nefnd grein falli niður.