08.08.1917
Efri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1799 í B-deild Alþingistíðinda. (1737)

39. mál, fasteignamat

Sigurður Eggerz:

Jeg vildi taka það fram, að þegar skattar eru lagðir á, þá er það reglan að leggja ekki skatt á annað en arðsamar eignir. Stóru húsin á litlu jörðunum eru vanalega að eins baggi á þeim. Alt öðru máli er að gegna um hús í kaupstöðum eða sjávarþorpum, sem eru venjulega mjög arðsamar eignir. Samkvæmt gildandi lögum er ekki húsaskattur greiddur af íbúðarhúsum á jörðum eða öðrum jarðarhúsum, og er það af því, að eignir þeirra eru í eiginlegum skilningi ekki arðberandi.