10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2088 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

110. mál, fátækralög

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg sagði alls ekki, að hreppstjórar sýndu nokkurt mannúðarleysi gagnvart þurfamönnum, heldur átaldi jeg, að fólkið væri látið hrekjast frá einum hreppstjóra til annars, í stað þess, að það væri flutt beina leið. En út af því, að háttv. þm. Barð. (H. K.) dró í efa, að harðúð ætti sjer stað í flutningi þurfamanna, þá mun þó svo vera, því miður. Jeg minnist nýlega að hafa lesið grein í blöðunum um móttöku þurfalinga, og var sú lýsing ekki fögur. Jeg man ekki, hver hreppstjórinn var, en jeg undanskil háttv. þm. Barð. (H. K.), því að þetta var einhversstaðar suður með sjó.