13.08.1917
Neðri deild: 32. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2124 í B-deild Alþingistíðinda. (2195)

154. mál, fóðurbætiskaup

Magnús Pjetursson:

Að eins örstutt aths., út af orðum háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.), að salt myndi kosta mikið, ef síldin ætti að reynast vel. Reynsla manna í því efni getur verið mismunandi, og eftir því, sem jeg þekki reynsluna, er ekki þörf á svo miklu salti. Jeg veit, að síld, sem aflast hefir á Húnaflóa og þótt hefir ágætis skepnufóður, hefir verið verkuð þannig, að í steinolíufat af síld hafa verið látin 50 —60 pd. af salti og síðan pæklað með sjó. Hefir þetta reynst vel, þó að það hafi verið geymt til vors. Þetta er reynslan þarna.