07.09.1917
Efri deild: 50. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2141 í B-deild Alþingistíðinda. (2224)

157. mál, landsreikningarnir 1914 og 1915

Frsm. (Hannes Hafstein):

Fjárhagsnefndin hefir athugað till. þessar eftir föngum og finnur ekki sjerstaka ástæðu til að koma fram með brtt. við þær.

Nefndin hefir fengið loforð skrifstofunnar fyrir, að leiðrjett væri ritvilla í tillögunum, og er hún ekki þess eðlis, að ástæða sje til að skýra nánar frá henni.

Till. nefndarinnar er: Samþykkið tillögurnar.