03.08.1917
Efri deild: 21. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í C-deild Alþingistíðinda. (2567)

36. mál, verðhækkunartollur

Magnús Torfason: Jeg sje ekki betur en að þessi lög sjeu algerlega óþörf. Við getum víst gert ráð fyrir því, að það verði ekkert flutt út af ull fyr en eftir 16. sept., en þá eru verðhækkunartollslögin fallin úr gildi, nema því að eins, að þau verði framlengd, og enn hefir engin tillaga komið fram hjer á þingi um að framlengja þau lög. Hvað sem framlengingunni líður, þá finst mjer nóg, að hv. Nd. hefir samþ. það með 15:4 atkv. að nema þessa liði úr gildi, því að þótt verðhækkunartollslögin yrðu framlengd að einhverju leyti, þá kemur aldrei til þess, að þessir liðir haldi lífi; jeg byggi auðvitað á því, að hv. Nd. þm. greiði eins atkvæði í aðalmálinu, þar sem liðirnir koma fyrir, eins og þar sem um þá er að ræða í sjerstöku frv

Jeg sje því ekki ástæðu til, að frv. þetta nái samþykki. Landbúnaðinum verður ekki íþyngt, þótt frv. þetta nái ekki fram að ganga. Það mun þegar vera ákveðið, hvert verð landbændur fá fyrir ull í, og kaupendur ullarinnar geta reitt sig á það, er þegar hefir gerst í þessu máti.

Annars stendur mjer á sama um verðhækkunartollinn af ullinni. Úr því að sjávarútvegurinn hefir greitt 94% af verðhækkunartollinum, veit jeg, að hann mundi ekki hafa talið eftir sjer að greiða hin 6% líka. Óneitanlega hefði það verið skemtilegast frásagnar.