14.07.1917
Neðri deild: 10. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í C-deild Alþingistíðinda. (2630)

50. mál, stofnun landsbanka

Jón Jónsson:

Jeg er sammála hv. þm. S.-Þ. (P. J.) um, að best sje, að landsstjórnin ráði í þessu efni. Þingið hefir ekki tök á að ákveða neitt um þessi efni, svo að vel fari; ákvæði þess væru gerð út í bláinn.

Sunnmýlingar hafa gert mestu rekistefnu út af því, að útibúið yrði á Seyðisfirði, skrifað í blöðin og sett menn hjer í Reykjavík til að tala við þá, sem ráðin hafa um þetta mál. Þessar erjur með okkur Austfirðingum hafa orðið til að tefja fyrir útibússtofnuninni eða jafnvel til að koma algerlega í veg fyrir hana. Best væri, ef samkomulag gæti orðið með okkur þingmönnum Austfirðinga.

Jeg mæli á móti frv., eins og það nú. liggur fyrir