04.09.1917
Neðri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í C-deild Alþingistíðinda. (3007)

124. mál, löggæsla

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það er rjett hermt hjá hæstv. forsætisráðherra, að í frv. getur legið eitthvað það, sem vert er að taka til íhugunar. En allsherjanefnd var svo varkár, að hún vildi ekkert ákveða um, hvernig eða hve nær málið skyldi tekið til athugunar. Jeg get ekki verið því samþykkur, að meiri ástæða sje til að auka löggæslu í Vestmannaeyjum en sumstaðar annarsstaðar, t. d. í Suður-Múlasýslu. Þar er miklu erfiðara að halda uppi löggæslu en í Vestmannaeyjum. Jafnvel þótt þar sjeu 100 skip saman komin í einu, þá er mun hægara að gæta þeirra þar á einum stað en 50—60 á 10 — 15 stöðum.