02.08.1917
Efri deild: 20. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (578)

5. mál, lögræði

Frsm. (Hannes Hafstein):

Jeg gat þess við 2. umr., að nefndin mundi koma með leiðrjettingu á skekkju, sem var í 11. gr. frv. En er nefndin athugaði handritið hjá skrifstofunni, sá hún, að hjer var ekki um annað ræða en að gleymst hafði að fella úr setningu, sem var útstrikuð í handritinu. Þetta var síðan leiðrjett í prentsmiðjunni.

En jeg vil leiða athygli háttv. deildar að því, að í næstsíðustu línu fyrstu málsgr. í 8. gr. er dálítil villa. Þar stendur »skráningarskyldu«, en á að vera »skráningarskylda«.

Nefndin hefir svo ekki fleira að athuga við frumvarpið, og óskar, að það nái fram að ganga hjer í deildinni.