18.07.1917
Neðri deild: 13. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (978)

61. mál, málskostnaður einkamála

Flm. (Einar Arnórsson):

Jeg skal reyna að vera stuttorður. Hjer er gerð tilraun til að safna á einn stað reglum um málskostnað, sem hafa gilt og gilda, og svo ákveðinn málskostnaður. Aðalatriði frv. er, að menn greiði málskostnað að fullu, til þess að sá, sem vinnur, fái skaða sinn borgaðan að fullu, og að menn fari ekki í mál að nauðsynjalausu. Inn í 4. gr. frv. hafa slæðst 2 villur af óaðgætni, en þær verða lagaðar í nefnd. Jeg skal svo ekki lengja umræður, en að eins óska, að málið verði látið ganga til 2. umr. og allsherjarnefndar, að þessari umr. lokinni.