12.07.1918
Efri deild: 64. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (1834)

117. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Eggert Pálsson):

Það er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um mál þetta nú, það var að eins brtt. á þgskj. 496, sem jeg vildi minnast á. En það er að eins orðabreyting, og ekki fram komin vegna þess, að 2. gr. geti ekki staðist, heldur af því, að eftir því, sem fróðir menn segja, þá er enginn haus hafður á frv. þegar þau eru lögð fyrir konung, og mundi þá þykja kynlegt að vitna í lög, sem ekki eru nefnd í frv. Þótti því betur hlýða að nefna nafn þeirra í frv. sjálfu.

Breyting þessi er því eins og hv. þm. sjá, engin efnisbreyting, heldur að eins orðabreyting, gerð til þess að betur megi fara orðalag frv.