02.09.1919
Efri deild: 46. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1274 í B-deild Alþingistíðinda. (1054)

26. mál, laun embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er rjett hjá háttv. þm. Ak. (M. K.), að eftir frv. verða dýrtíðaruppbótarlögin áfram í gildi, en það er sjálfsagt, að háttv. nefnd athugi þetta og annað, sem er í sambandi við það, svo sem uppbót eftirlaunamanna. Og það er sjálfsagt, þegar það er gert, að nema dýrtíðaruppbótarlögin úr gildi. Þau hafa hvort sem er frá upphafi til enda verið ómynd. En jafnframt á að setja það ákvæði í þessi lög, að eftirlaunafólk eftir 18. gr. fjárlaganna fái dýrtíðaruppbót samkvæmt þeim.