15.08.1919
Neðri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

29. mál, siglingalög

Einar Arnórsson:

Jeg skal leyfa mjer að svara hæstv. fjármálaráðherra því, að það kom til tals í sambandslaganefndinni um skrásetningarheimildina, og jeg hjelt því þar fram, að íslenskir ríkisborgarar hefðu ekki rjett til að skrásetja skip sín í Danmörku, og Danir eigi heldur hjer. Dönsku sambandslagamennirnir mótmæltu ekki þessari skoðun, og verð jeg því að líta svo á, sem þeir hafi verið mjer samdóma um, að Íslendingar gætu ekki fengið skip sín skrásett í Danmörku, nje Danir hjer.