27.08.1919
Efri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1919 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

68. mál, gjald af innlendri vindlagerð og tilbúningi á konfekti og brjóstsykri

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) hefir nú upplýst, hversu mikið af hráefni fari í 1. pund af vindlum, hann hyggur, að það sjeu 2/3 úr pundi, og er þá bersýnilegt, að tollur sá, er nefndin hefir sett og frv. greinir, er síst of hár, enda hefir nefndin athugað frv. síðan og komist að sömu niðurstöðu.

Lög um gjald af vindlum og bitter eru frá 1907 og 1909, og var tollurinn þá, og hefir altaf síðan verið, eins og hálft aðflutningsgjaldið, og svo er enn í frv., og er síst ástæða til að fara breyta frá því.

Það er því fullkomlega rjettmætt, sem jeg sagði um daginn um þessa brtt., að með henni væri verið að ganga inn á nýja braut, og tillagan væri að óþörfu borin fram. Jeg vænti þess, að hv. deild fari ekki inn á þær slóðir, en samþykki frv. óbreytt.