01.09.1919
Efri deild: 45. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1946 í B-deild Alþingistíðinda. (2005)

140. mál, landhelgisvörn

Forsætisráðherra (J. M.):

Það breytir auðvitað alveg málinu, ef skilja á orðið að „kaupa“ í frv. sem „leigja“ Jeg hygg, að sú merking orðsins þekkist ekki í lagamáli og ekki heldur utan lagamáls. Mjer kom ekki til hugar, að hægt væri að skilja frv. á þessa leið, enda fer það í bága við allar venjulegar skýringarreglur.

Hv. þm. Ak. (M. K.) sagði, að hægt væri að skilja frv. á þá leið, að „kaupa“ þýddi ,,leigja“, ef það væri lesið með velvilja, en mjer kom það ekki til bugar, enda hefði jeg ekki verið viðstaddur þessa umræðu, ef svo hefði verið, þar sem stjórnarskrármálið er til umræðu í Nd.

Nefndin hefir ef til vill leitað álits fjárveitinganefndar um frv? (K. E.: Það er ekki venja). Það þykir mjer einkennilegt, að álits fjárveitinganefndar skuli ekki vera leitað, þegar um miljónafyrirtæki er að ræða, en aftur á móti þegar um smáræði er að tala.

Það, sem jeg nú hefi sagt, ber að eins að skilja sem litla aths.

Með skýringu hv. þm. Ak. (M. K.) hefi jeg að svo stöddu ekkert að athuga við frv.