02.09.1919
Efri deild: 46. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2002 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

115. mál, hafnargerð í Ólafsvík

Magnús Torfason:

Jeg stend upp með fram út af ummælum hv. frsm. (K. E.) í gær um hafnarlög Ísafjarðar. Það er alls ekki rjett, sem hv. frsm. (K E.) sagði, að ætlast væri til, að fje yrði í fjárlögunum veitt til hafnargerðar á Ísafirði. Það er vitanlegt, að þetta mál á langt í land. Mjer skildist á háttv. frsm. (K. E.), að hann ætlaðist til, að breytingartill. kæmi fram við 3. umr. (K. E.: Nei, hún er aftan í nál.,). Fyrir mitt leyti er jeg ekki á móti frv., og það því fremur, sem Ólafsvík er landseign. En málið er lítið undirbúið, og því finst mjer rjett, að sami fyrirvarinn sje hafður og um Ísafjörð. Sýslunefnd hefir að sjálfsögðu eftirlit með slíkum málum, og fyndist mjer rjettast, að hún hefði sjerstakt eftirlit með þessu máli og jafnvel með höfninni síðar meir. Jeg tek þetta fram við þessa umr. af því, að jeg ætla að koma með brtt. við síðari umr.